Ja, mikill andskoti

Gylfi Arnbjörnsson hefur sterk orð í frétt á vísi.is. Þar segist hann ekki trúa því að ríkisstjórnin setji lög á deilu starfsmanna Isavia, þar segir hann að slík inngrip séu mnnréttindabrot, þar segir hann að verkfallsréttur sé lykilartriði og réttur launþega að beyta honum til þrýstings í kjarabaráttu.

Þessi maður samdi fyrir hönd nærri eitt hundrað þúsund launamanna, rétt fyrir síðustu jól. Sá samningur gaf þessum launþegum skitin 2,8% launahækkun! Gylfi kallaði þetta "þjóðarsátt" og að tryggt væri að engir þeirra sem á eftir kæmu fengju meira, það væri hluti þessa samnings.

Nú hneykslast þessi sami Gylfi yfir því að hugsanlega verði sett lög á ákveðinn hóp launafólks, lög um að sá hópur fái ekki langtum meiri launahækkun en þeir sem Gylfi samdi fyrir, lög sem hugsanlega gætu staðið vörð um þann kjarasamning sem Gylfi setti sitt nafn undir, skömmu fyrir síðustu jól!!

Sjálfur er ég ekki hlynntur ríkisafskiptum af kjaradeilum, hvorki með lagasetningu sem afnema verkfall, né einhverjum tilslökunum af hálfi stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að koma á kjarasamningum, heldur launþega og atvinnurekenda. Það hefur líka sýnt sig að slík afskipti skila oftast litlu. Með lagasetningu um bann við verkfalli er einungis verið að fresta vandanum og geðþóttaákvarðanir stjórnmálamanna hafa ráðið því hvort og hversu lengi tilslakanir og annað sem stjórnvöld hafa lagt til kjarasamninga, haldi. Um þetta hef ég ritað margar greinar hér á blogginu mínu.

Ég ritaði líka margar greinar í vetur um þann kjarasamning sem Gylfi gerði og gefur einungis 2,8% launahækkun. Þar bennti ég á að launaskrið síðasta árs réttlætti ekki svo litla kjarbót sem Gylfi samþykkti, að verðbólga síðasta árs gerði það ekki heldur. Ég hélt því líka fram að þeir hópar sem á eftir kæmu myndu semja um talsvert meiri hækkun en Gylfi skrifaði undir. Þegar hefur sú spá ræst og enn á fjöldi aðila eftir að semja. Ekki verður annað séð en þeir semji einnig um umtalsvert hærri launahækkun en Gylfi samdi um fyrir síðustu jól.

Og nú stendur allt fast í deilu starfsmenna Isavia við Samtök atvinnulífsins. Ekki hefur í sjálfu sér komið fram hvað mikið standi þar á milli, en ljóst þó að upphaflegu kröfur þessara starfsmanna var ekkert í líkingu við þá launahækkun sem félagsfólk ASÍ fékk úr hendi Gylfa. Þeir sem fengið hafa meira hingað til og þeir sem krefjast hærri launa nú, telja sig allir hafa einhverja sérhagsmuni sem réttlæti hærri laun til þeirra en annara. Hver getur ekki lagt fram slík rök? Það hefði verið í lófa lagið fyrir Gylfa að tefla fram alls kyns slíkum rökum fyrir sitt fólk, við gerð kjarasamningsins í vetur. Hann kaus að gera það ekki og bar fyrir sig þeim rökum að hann væri að horfa til stöðugleika og að allir yrðu að leggja sitt af mörkum.

Nú stendur þessi maður upp af stól sínum til að hjálpa því fólki sem hann hefur ekki umboð fyrir. Honum hefði verið nær að tala í þessum tón þegar hann sat við samningsborðið.

Það er ljóst að kjarasamningur Gylfa er kolfallinn. Nú þegar hafa verið gerðir kjarasamningar sem ógilda þann óskapnað. Það er hins vegar helvíti hart fyrir okkur launþega innan ASÍ, eftir að hafa verið nauðgað með kjarasamning upp á 2,8% launahækkun, sjá forseta sambandsins standa upp til hjálpar þeim sem eru að sækja sér mun hærri launabætur. Að horfa upp á algert kjarkleysi þegar maðurinn er að vinna fyrir þá sem fæða hann og ala, en að því er virðist kjarkmikinn mann þegar hann ver hlut annarra.

Þó ég sé alfarið á móti afskiptum stjórnvalda af kjarasamningum og telji verkfallsréttinn heilagann, get ég ómögulega samhryggst starfsmönnum Isavia. Verkfallsrétturinn er vandmeðfarinn og skylda hvers að fara vel með þann rétt!

 


mbl.is Öryggismál að landið loki ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband