Í hvorn fótinn skal stíga ?

Stjórnarandstöðunni þykir ekki nógu langt gengið í leiðréttingu lána. Auðvitað villja allir fá sem mest og ekkert við það að athuga. En þetta er þó viðleytni og kærkomin leiðrétting. Restin kemur síðan þegar verðtryggðu lánin hafa verið dæmd ólögleg.

Stjórnarandstaðan hefur sagt að hún muni ekki leggja stein í götu þessa frumvarps, að hún muni sameinast með stjórnvöldum um framgang þess. Það eru orð stjórnarandstöðunnar, athafnir benda þó til að þau orð séu marklaus, eins og reyndar flest sem þaðan kemur. 

Það fólk sem nú er í stjórnarandstöðu og talar hátt um hversu stutt sé gengið í skuldaleiðréttingunni, var í stjórn allt síðasta kjörtímabil. Þá voru boðin frá þessu fólki önnur, þá var ekki talað um hversu há slík almenn leiðrétting skyldi vera, heldur var skýrt sagt að hvorki væri þörf né tilefni til almennrar leiðréttingar lána!

Það er greinilegt að stjórnarandstaðan á erfitt með að fóta sig, veit aldrei í hvorn fótinn skal stíga, eru með einskonar flækjufætur.


mbl.is Meiri árangur nú en hjá fyrri ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband