Innan gæsalappa

Hvernig má það vera að Landsbankinn sé besti bankinn á Íslandi? Þetta er eini bankinn af þrem stæðstu bönkum landsins þar sem laun bankastjórans eru ákvörðuð af kjararáði. Samkvæmt nýlegum fréttum þá telur stjórn bankans þetta ófært fyrirkomulag og hefti starfsemi bankans. Hvernig má þá vera að Global Finance Magasin geti komist að þeirri niðurstöðu að hann sé samt bestur?

Reyndar er vandséð fyrir okkur viðskiptavinina hver þessara banka er bestur, fyrir okkur eru þetta harðar innheimtustofnanir sem einskis svífast. Það er kannski þess vegna sem fréttamaður setur gæsalappir um  fyrirsögn sína.


mbl.is „Besti bankinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það talar margur og skrifar af miklum alvöruþunga um sjálfstæði seðlabankanns og að þvi megi ekki raska. Hvað þá um ríkistryggingarfélag, olíufélag og banka, jafn sjálfstæð og seðlabanka en settar skorður um hóflegan hagnað og hóflegar launagreiðslur.  Öðrum félögum sé heimilt að keppa við þessi en samkeppnin snúi þá að lækkun kostnaðar en ekki hækkun eins og nú virðist vera.

       Frjálshyggjumýtan hefur skotið svo sterkum rótum innan Sjálfstæðisflokks en ekki síður Alþýðuflokksins (sem hefur tekið á sig ýmis nöfn í seinni tíð) að trúlega yrði þarna erfitt um vik. auk þess bendir reynslan af RUV ekki til að auðvelt sé að tryggja sjálfstæði ríkisstofnanna gagnvart hagsmunaöflum, en kanski er reynslan af RUV einmitt sú að öfgaöflin sækja á og helst að standa á móti þeim með almannafyrirtækjum starfræktum undir skynsamlegu regluverki.

Marteinn Mosdal lifi ;-) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 13:49

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þessir bankar allir með tölu eru ein stór mafía engin munur þar á!

Sigurður Haraldsson, 25.3.2014 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband