"Tær snilld"

"Tær snilld" sögðu útrásarvíkingarnir þegar þeir komu fram með sínar græðgishugmyndir. Oftast byggðu þær hugmyndir á sjónhverfingum eða svindli.

Eitt af því sem einkenndi fjármálamarkaðinn fyrir hrun voru kaup og sala fyrirtækja milli tengdra aðila. Þannig gat fyrirtæki gengið kaupum og sölum og við hverja sölu hækkaði það verulega, án þess þó að nein breyting hafi orðið á sjálfu fyrirtækinu sem gaf til kynna að það hafi aukið verðmæti sitt. Þarna var einfaldlega verið að búa til peninga úr engu. Vissulega má kalla slíkt "tæra snilld", en vandinn við þessa "snilli" er að hún gengur aldrei upp til lengdar. Það kemur alltaf að skuldadögum og þá eru það raunveruleg verðmæti fyrirtækisins sem telja, ekki einhver verðmæti sem búin eru til með "tærri snilld".

Það var misjafnt hversu menn voru duglegir að auka "verðmæti" sinna fyrirtækja með þessum klækjabrögðum, en skrefin gátu verið nokkuð stór í hvert sinn. Þó man ég ekki eftir að hafa séð verðmætaaukningu við kaup og sölu fyrirtæis millli skyldra aðila, upp á 322% í einni sölu, eins og lífeyrissjóðunum tekst að gera núna.

Það er ljósta að lífeyrissjóðir landsins hafa tekið að fullu við kefli útrásarvíkinganna. Þar er gamblað með fé landsmanna sem aldrei fyrr og stundaðar sjónhverfingar til að réttlæta þann verknað. Það segir sig sjálft og ætti ekki að vera dulið nokkrum manni, að verðmæti Icelandair Group geta ekki hækkað um 322% á örfáum misserum. Það er ekkert fyrirtæki sem getur aukið svo verðmæti sitt á eigin verðleikum. Spákaupmennska hækkar auðvitað oft verðmæti fyrirtækja meira en raunverð þeirra er, en aldrei svo mikið sem þetta á jafn stuttum tíma. Og slíkar hækkanir, byggðar á spákaupmennsku, ganga alltaf til baka aftur.

En það er ekki spákaupmennska sem er í gangi með sölu bréfa í IG, þar sem sömu aðilar sem eru að selja kaupa svo aftur. Þetta er því vísvitandi blekking. Slík er mun hættulegri en spákaupmennska, hún er beinlýnis sviksamleg. Og slík svik leiða nánast alltaf til hruns, bæði þeirra sem svikin stunda, en einnig gætu þau riðið fyrirtækinu að fullu.

Kolkrabbinn og SÍS voru talin aðalöfl þessa þjóðfélags til langs tíma. Þega þessi öfl voru kveðin niður tóku örfáir einstaklingar sig til og stjórnuðu hér fjármagnskerfnu. Þeir hafa stundum fengið viðurnefnið útrásarvíkingar. Allir vita hvernig það endaði. Nú eru það lífeyrissjóðir landsins sem halda kverkataki á þjóðinni. Það versta við það er að þeir sem gambla með fé sjóðanna eiga ekki krónu í þeim sjálfir, heldur eru að gambla með fé launþega og skattfé ríkisins af því. Því má búast við að skellurinn sem verður þegar þessi svikamilla hrynur verði mun stærri en sá skellur sem útrásarvíkingarnir ullu hér, haustið 2008.

Það þarf að vinna bug á þessu afli sem stjórnir lífeyrissjóða hafa tekið til sín, það þarf að skera sjóðskerfið upp. Ekkert land getur búið við það að á fárra hendi sé fjármagn sem er þrem til fjórum sinnum verg landsframleiðsla. Þetta á sérstaklega við þegar þeir sem því fjármagni stjórna, hvorki eiga það né þurfa að standa skil sinna gerða!! 


mbl.is Lífeyrissjóðir og sjóðir Landsbankans keyptu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér

Þetta er svo sláandi líkt Sterling fléttunni að maður er nánast orðlaus.
Það eina sem viðist hafa breyst er að lífeyrissjóðirnir fara ekki með þetta í gegnum eignarhaldsfélög á Tortóla

Það er svo augljóslega nýtt hrun á leiðinni að manni verður óglatt 

Grímur (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 11:51

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Burtséð frá spillingunni og græðginni hjá stjórnendum sjóðanna þá hefur það verið mín skoðun í 6 ár að það sé grundvallarhagsmunamál fyrir alla að leysa upp alla sjóði og hætta með þetta kerfi. Fé lífeyrissjóðanna er krabbameinið í efnahags og valdapólitík þessa bananalýðveldis sem við byggjum hér í útnára siðmenningarinnar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.2.2014 kl. 12:07

3 identicon

Er sjóðirnir kaupa af sjóð sem þeir eiga sjálfir eru eingöngu milliliðir sem græða. Söluþóknun og kostnaður er tapað fé í þessu tilfelli.

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband