Sleggjan var bara lítill leikfangahamar

Í Kastljósi kvöldsins mættust Vilhjálmur Birgison og Kristinn H Gunnarsson, sem stundum hefur gengið undir nafninu Kiddi sleggja. Ekki ar að sjá í þessum þætti að sú nafngift hæfi honum og ættu kannski nafngiftarmenn að finna honum nýtt viðurnefni sem tengir hann við þau öfl sem hann nú talar fyrir.

En burtséð frá öllum nafngiftum, þá kom á óvart að sjá hveru misjafnt þessir menn virtust hafa lesið sig til fyrir þessa útsendingu. Villhjálmur hafði lesið flestar eða allar ræður sem Kristinn flutti á sínum köflótta stjórnmálaferli og eru þær hreint ekki svo fáar. Að auki kom Vilhjálmur með eintak af þessum ræðum og gaf Kristni, svo hann gæti nú rifjað upp sinn eiginn stjórnmálaferil.

Kristinn virtist ekki einu sinni hafa lesið sérálit Vilhjálms, heldur vitnaði eingöngu í þá þætti þess sem komið hafa fram í fjölmiðlum. Ekki er beinlýnis hægt að halda fram að umfjöllun fjölmiðla um það sérálit Vilhjálms hafi verið uppbyggjandi eða samkvæmt öllum staðreyndum. 

Þá gerði Kristinn sér leik af því að tiltaka ákveðið tímabil til að sýna fram á að kaupmáttur hefði verið umfram verðbólgu. Hann tiltók það tímabil í hagsögu þjóðarinnar sem minnsta verðbólgan var og mestur stöðugleiki, tímabilið frá því þjóðarsátt Einar Odds fór að skila árangri og fram til þess tíma er nokkrir fjárglæframenn settu hagkerfi þjóðarinnar á hliðina. Það er auðvelt að rökstiðja sitt mál með því að velja forsendurnar sjálfur, en kannski ekki heiðarlegt.

Það var tvennt við þennan málfltning Kristins sem sló mig, þó kannski maður hefði ekki átt að láta hann koma sér á óvart miðað við störf hanns sem stjórnmálamanns á árum áður.

Það fyrra að hann skuli telja það fréttnæmt að meðan verðbólgan er lág skuli verðtrygging ekki vera til mikilla vandræða. Það síðara að hann skuli telja það verðtryggingu til framdráttar að kaupmáttur skuli vera meiri en verðbólga, á tímabili lítillar verðbólgu og mikillar þennslu, eins og sannarlega var á því tímabili sem hann valdi sem viðmið. Að öllu jöfnu hlýtur að vera stefna launþega að auka kaupmátt sinn og þegar verðbólga er lág ætti það að vera auðveldara. Það breytir þó engu um óréttlæti verðtrggingar lána og kemur í raun því máli ekkert við.

Kristinn hélt því fram að verðtrygging ætti engann þátt í verðbólgu. Þetta er alrangt og það ætti Kristinn manna best að vita. Hann ætti að muna hvað hér skeði þegar verðtrygging var tekin upp. Þrem árum síðar hafði verðbólgan farið úr um 20% upp í 100% og stefndi þráðbeint uppá við. Þá var verðtrygging launa afnumin en þáverandi stjórnvöld höfðu ekki hreðjar til að afnema verðtryggingu lána. Ástæða þess að verðtrygging launa var afnumin var að menn töldu að hún magnaði upp verðbólgu! Þar sem ekki var kjarkur til að afnema einnig verðtryggingu lána, varð árangurinn einungis sá að það náðist að koma verðbólgunni á sama level og fyrir verðtryggingu.

Það er engin ástæða til að ætla að verðtrygging lána virki ekki á sama hátt og verðtrygging launa. Sama lögmál hlýtur að gilda þar. Verðtrygging, á hverju sem hún er, er inngrip í markaðslögmálið. Það verðtryggða lýtur þá ekki eðlilegu lögmáli, heldur er verndað. Það verðtryggða fær sjálvirka hækkun jafn skjótt og eitthvað annað hækkar, algerleg óháð því hvort forsendur fyrir slíkri hækkun er til staðar. Þegar svo það verðtryggða fær slíka sjálfvirka hækkun, leiðir það til þess að annað hækkar líka og verðbólga magnast.

Það skiptir engu hvað það er sem er verðtryggt, hvort þar er um að ræða laun, lán eða bara eitthvað annað, sjálfvirkar hækkanir sem vertrygging gefur hlýtur að leiða til annara hækkanna og verðbólgu.

Það var nokkuð fyndið að fylgjast með Kristni þegar hann reyndi að halda því fram að hann hefði vitkast með árunum. Í 18 ár var hann á þingi og allan þann tíma staðfastur í trú sinni á skaðsemi verðtryggingar.  Jafn skjótt og hann yfirgaf þann vinnustað fór hann að öðlast vit, að eigin sögn. Kannski er nærtækara að ætla að hann vinni fyrir aðra herra nú, en þegar hann var á þingi og að um húsbóndahollustu sé að ræða, frekar en aukið vit!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Sæll Gunnar, missti af kastljósinu enda á flækingi. En það er bráð sniðugt hvað þeim kastljós kyntáknum tekst að töfra upp í til sín.  Eins og tildæmis þetta gamla sippuband.

En þetta gæti nú samt hafa verið pakkninga hamar. 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.1.2014 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband