Hvar er nú öll umframorkan ?

Það eru frekar undarleg rökin sem Landsvirkjun setur fram vegna hugsanlegrar skerðingar á afhendingu rafmagns. Þurrt sumar og kaldur vetur.

Sumarið var vissulega þurrt, á norðaustur horni landsins. En þar er lítið um raforkuframleiðslu. Að öðru leyti var sumarið mjög votasamt, einnig á hálendinu. Svo mikil bleyta var á landinu að leita þarf langt aftur tl að fá smanburð.

Veturinn hefur verið með eindæmum hlýr og á það við um allt land, einnig hálendið. Þó einstaka sinnum hafi sést tveggja daga frost þar uppi, getur það vart talist sögulegt. Hins vegar má segja að sennilega er sögulegt hversu margir frostlausir dagar hafa mælst á hálendinu þennan vetur.

En burtséð frá þessu þá hefur Landsvirkjun mikið talað um "umframorku" í kerfinu hjá sér. Svo mikla að þar á bæ telja menn nauðsynlegt að leggja ljóshund til Bretlands til að "græða" sem mest.

Hvar er nú þessi "umframorka"? Hvernig tækju Bretar því að fá einungis orku um þennan ljóshund að sumri til, þegar þörf þeirra er minnst, en á veturna fengju þeir ekkert?  

Það er ljóst að forstjóri Landsvirkjunnar þarf að svara áletnum spurningum. Hvers vegan dettur engum fréttamanni í huga að spyrja þeirra spurninga?

 


mbl.is Skerða mögulega orku til stórnotenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ruglið á raforkumarkaðnum má fyrst og fremst rekja til EES samningsins og sinnuleysis þingmanna að nýta ekki fyrirvara við innleiðingu reglugerðar Evrópusambandsins oum raforkuframleiðslu og dreifingu. Í kjölfarið hefur verð hækkað og dreifing orðið ótryggari þar sem stærsti bakhjarl byggðalínunnar hér áður fyrr, Landsvirkjun, kemur ekki lengur að fjármögnun hennar.  Afleiðingin er raforkustífla milli landshluta og eftirsókn í að virkja "náttúruperlur" vegna flutningsvandans.  Ég held við ættum sem fyrst að same4ina aftur Landsnet og Landsvirkjun og HS Veitur og HS Orku og hætta öllum áformum um uppskipti á Orkuveitunni. Síðan má ræða hvort ekki sé hagkvæmara að segja upp samningum við álrisana og leggja hundinn.  En fyrr ekki

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.1.2014 kl. 13:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Jóhannes, EES samningurinn gerir okkur oft erfitt fyrir. Þetta hefur heldur versnað með árunum, kannski vegna viljaleysis á að nýta þær undanþágur sem samningurinn þó veitir.

Uppsplittun orkufyrirtækja í framleiðslufyrirtæki og dreifingarfyrirtæki er ekki réttlætanlegt í svo litlu samfélagi sem við byggjum. Samkeppnin er ekki næg og því tilgangurinn lítill sem enginn. 

En það var þó ekki um þessa hluti sem ég ar að skrifa, heldur þá staðreynd að orkuskortur virðist vera að skella á. Sem betur fer fyrir okkur landsmenn mun sá skortur þó ekki hitta okkur sjálf beint, ekki mun verða skömmtun á rafmagni til heimila. Þökk sé stóriðjunni, sem mun sem áður þurfa að bera þann bagga.

Ég velti einnig upp þeirri spurningu hvernig þessi staða geti verið komin upp, þar sem fortjóri Landsvirkjunnar hefur verið duglegur að tala fyrir lögn á ljóshund til Bretlands. Rökstuðningur hanns byggist fyrst og fremst á svo mikilli umframorku. Hvar er sú orka nú?!

Þá velti ég einnig upp þeirri spurningu hvort Bretar myndu sættast á að fá einungis rafmagn yfir sumartímann, meðan þörf þeirra er minnst, en eiga á hættu að hundinum verði kippt úr sambandi þegar þeir þurfa hellst að fá orku.

Það er ný nálgun hjá þér að valið standi milli þess hvort hér verði áfram stóriðja eða ljóshundur til Bretlands. Að segja þurfi upp samningum við stóriðjuna til að geta afhennt rafmagn til Breta. Þessi rök hefur enginn áður nefnt, þó margir telji að afleiðing ljóshundsins verði að stóriðjan sjálf ákveði að flytja burt.  

Hvor leiðin sem valin yrði, að segja upp samningum við stóriðjuna, eða gera henni ómögulegt að starfa hér á landi, er óhugnanleg. Þeir sem þannig tala vita ekki hvað þeir eru að segja.

Nokkur þúsund manns vinna við sjálfa stóriðuna, en bak við hvert starf í stóriðju liggja a.m.k. þrjú til fimm störf í afleiðustörfum. Því má segja að fjöldi starfa sem stóriðjan veytir, bæði beint og óbeint, séu fleiri en við ráðum við með öðrum hætti.

Þá má ekki gleyma þeim þætti sem stóriðjan hefur haft á tæknigeirann í landinu og háskólastarf. Framlag hennar til þeirra þátta er meiri en margann grunar og væri þarft að gera úttekt á því, svo hægt verði að ræða þann þátt af skynsemi.

Og síðast en ekki síst er ómetanlegt hvernig við höfum gegnum tíðina getað nýtt stóriðjuna til að taka áföllum sem verða í raforkufamleiðslu, bæði vegna bilanna í framleiðsluferlinu, sem og vegna of lítillar framleiðslu. Með því að hrekja þennan rekstur í landi, með uppsögn samninga eða öðrum hætti, er verið að fórna þessari tryggingu landsmanna fyrir öruggu rafmagni til heimila. Það gefur auga leið að þá mun staða eins og nú virðist vera að skella á, orkuskortur, lenda á heimilum í formi skömmtunar. Síðast nú í desember síðastliðinn þurfti að skerða orku til stóriðjunnar vegna bilunar í túrbínu í einu orkuveri Landsvirkjunnar.

Detti einhverjum í hug að hægt verði að ná samningum við Breta um tryggt rafmagn að sumri til en ótryggt á veturna, veður sá maður mikla villu. Og að halda því fram að við slíkar aðstæður verði einhver orka í boði hjá Bretum, okkur til handa, þekkja menn lítt til.

En meginmálið er þó að forstjóri Landsvirkjunnar rökstyður sitt mál fyrir ljóshundi til Bretlands, á því að hér á landi sé svo mikil umframorka í kerfinu.

Því spyr ég forstjórann; hvar er sú orka nú?! 

Gunnar Heiðarsson, 16.1.2014 kl. 17:10

3 identicon

Sæll.

Augljóst er að skipta þarf um forstjóra og stjórn LV sem fyrst. Ekkert varð af álveri á Bakka og er ekki hægt annað en skrifa það á reikning forstjóra og stjórnar. Við sitjum uppi með ekkert álveg á Bakka og engin störf þar. Hvað skyldi það klúður nú kosta landsmenn næstu 10 árin eða svo? Sú tala hleypur á milljörðum - milljörðum sem hægt væri að nota í heilbrigðiskerfið. Dýrt er þetta fólk.

Ekkert varð af gagnaveri vegna draumóra LV um raforkuverð, þar héldu menn að þeir gætu sett upp hvaða raforkuverð sem þeim dettur í hug en gleymdu því alveg að orkumarkaðurinn er samkeppnismarkaður og orkuverð í raun á niðurleið - þó í sveiflum verði. Gagnaversmenn fóru auðvitað (til USA) og við sitjum uppi með ekkert gagnaver og engan orkusölusamning til slíks vers. Hvað skyldi það klúður nú kosta okkur næstu 10 árin eða svo? Sú tala hleypur á milljörðum - milljörðum sem hægt væri að nota í heilbrigðiskerfið. Dýrt er þetta fólk.

Svo er sömu aðilar innan LV að láta sig dreyma um sæstreng sem er tæknilega séð mjög vafasamur. Norsk-hollenski strengurinn er mun styttri en draumóarar LV og liggur á mun minna dýpi. Sá hefur ekki reynst eins áreiðanlegur og menn héldu. Í ofanálag heldur forstjórinn að verð sem í boði verði fyrir raforku sé mun hærra en raunhæft er. Orkuverð mun lækka á komandi árum að óbreyttu og því engar fjárhagslegar forsendur fyrir slíkum streng jafnvel þó hann væri tæknilega framkvæmanlegur.

Hver á svo að eiga strenginn? Hver á að fjármagna hann? Þarf hann ekki að vera tvöfaldur til að tryggja orkuafhendingu ef annar skyldi bila? Hvað á að gera ef strengurinn bilar á miklu dýpi um hávetur þegar erfitt verður að koma viðgerðum við?

Mér finnst núverandi forstjóri og stjórn LV vera lítið annað en hlaupatíkur afturhaldsins í Vg.

LV hefur sýnt að hún getur samið um raunhæft orkuverð - orkuverð sem er öllum hagstætt. Það sáum við síðast í kringum Kárahnjúka (virkjun sem við eigum skuldlausa eftir um 10 ár og þá fyrst fer hún að mala gull fyrir okkur þó HA hafi verið að fjasa um að hún væri ekki nægjanlega arðsöm).

Vandinn er því bersýnilega núverandi forstjóri og stjórn LV. Því fyrr sem þessu liði, sem hefur engum samningum landað svo ég viti til, verður sparkað út í hafsauga því betra. Það er dýrt að hafa lélegt fólk þarna í brúnni sem skilur ekki hvað það er að gera.

Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband