Hvers vegna ekki Kerlingafjöll

Hvers vegna er ekki frekar gagnrýnt að Kerlingafjöllum skuli haldið utan friðlands Hofsjökuls. Þar er vissulega náttúrufegurð sem vert væri að friða.

Einhverra hluta vegna hafa svokallaðir nátttúruverndarsinnar lítið tjáð sig um það svæði, kannski vegna þess að lítil sem engin umræða hefur verið um virkjun á því svæði. En það er kristaltært að ef lagning ljóshunds til Bretlands verður að veruleika, mun mjög fljótlega verða farið að bora í Kerlingafjöllum, sem og á öllum þeim svæðum sem hugsanlega er hægt að virkja.

Þá mun engin hver né nein lækjarspræna sleppa.

 

 


mbl.is Ósátt við breytingar á rammaáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hæ nöldrari !

 sínum augum lítur hver á silfrið var sagt í den.

Eg var með myndir af Kerlingafjöllum  þegar eg var í skóla í Salzburg og syndi skólafelögum- þeir sögðu- eru þetta myndir af  TUNGLINU  !!!

Sennilega fallegt þar í snj´´o !

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.1.2014 kl. 16:29

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hef aldrei komið til tunglsins og hef því ekki samanburðinn. Hins vegar hef ég nokkrum sinnum komið til Kerlingafjalla og ef landslagið þar er í líkingu við landslagið á tunglinu, eins og þínir skólafélagar halda fram, er ljóst að mjög fallegt er á tunglinu.

En auðvitað er það rétt hjá þér, það lítur hver sínum augum á silfrið. Það mætti segja um flesta hluti, ekki kannski síst því er snýr að náttúruvernd.

Gunnar Heiðarsson, 10.1.2014 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband