Pólitískur hráskinnsleikur útvarpsstjóra

Menn geta haft mismunandi skoðanir á RUV, bæði tilgangi þess að ríkið standi í útvarpsrekstri, en ekki síður hvernig þessi stofnun hefur verið pólitískt menguð upp á síðkastið. Þarna sýnist sitt hverjum.

En nú þarf að skera niður hjá þessari stofnun. Eiginlegur niðurskurður er kannski ekki svo mikill, heldur fyrst og fremst um að ræða að ekki komi til greiðslu þær greiðslur sem síðasta ríkisstjórn lofaði í kosningavímu síðasta vor. Og svar útvarpsstjóra er skýrt; þennan niðurskurð leggur hann að fullu leyti í mannahald og jafnvel rúmlega það. Þarna telur hann sig geta aflað stuðnings þjóðarinnar gegn stjórnvöldum! Stjórnarandstaðan kætist og leggur Alþingi undir þetta mál, eins og þarna sé um líf eða dauða þjóðarinnar að ræða. 

Og vissulega tekur hluti þjóðarinnar við sér, enda allir fréttamiðlar duglegir við að tjá þjóðinni þessa "ósvífni" sem stjórnvöld sýna þarna, "ósvífni" sem leiðir af sér að  39 manns missa vinnuna.

Það er alltaf slæmt þegar fólk missir vinnuna, það þekkja þær þúsundir Íslendinga sem hafa orðið fyrir slíkri reynnslu, frá hruni. Fyrir réttum mánuði síðan misstu 60 manns vinnuna hjá Ístak. Lítið kom þó um það í fréttum og ekki var stofnað til undirskrifta eða mótmæla vegna þeirra uppsagna, ekki frekar en fjölmargra annara fjöldauppsagna sem hér hafa orðið frá hruni.

Það er orðið nokkuð langt síðan ljóst var að ekki væri innistæða fyrir kosningaloforðum fyrri ríkisstjórnar. Þar á meðal því loforði að RUV fengi aukið fé í næstu fjárlögum. Til að standa við það loforð þarrf að sækja peninginna annað, þarf að svelta eitthvað annað í staðinn. Þar sem skólamálin eru innan sama málaflokks og RUV, lá ljóst fyrir að þangað þyrfti þá að sækja þetta fé.

En þrátt fyrir að ljóst hafi verið í nokkurn tíma að RUV gæti ekki fengið þetta fé, var verslaður nýr útsendingabíll fyrir stofnunina, bíll sem með búnaði kostar álíka mikið og árslaun þessara 39 starfsmanna sem nú er sagt upp. Hefði ekki verið skynsamlegra fyrir útvarpsstjóra að bíða með þau kaup þar til fé var til fyrir þeim, að fórna ekki 39 starfsmönnum fyrir einn útsendingabíl?

Samúð mín er hjá þeim einstaklingum sem fengu uppsagnarbréf úr hendi Páls. Þeir eiga þó smá von, þar sem ljóst er að einhverjir verða ráðnir aftur. Forsendur fyrir þessum uppsögnum standast ekki skoðun og þegar það verður ljóst og menn átta sig á að þarna er útvarpsstjóri að spila pólitískann hráskinnsleik, mun hann nauðugur verða að taka hluta eða allar uppsagnirnar til baka, eða víkja sjálfur ella.

Starfsmennirnir 60 hjá Ístak geta ekki treyst á slíkt. Það væri nær að boða til mótmæla þeirra vegna, en vegna uppsagna RUV. Það væri nær fyrir stjórnarandstöðuna að ræða þær uppsagnir á Alþingi, frekar en uppsagnir RUV.

Það er víða fita í rekstri RUV sem má flá burtu. Að byrja á uppsögnum starfsmanna og í reynd láta það vera eina sparnaðinn, er einungis til þess gert að spila pólitískann hráskinnsleik. Nú ríður á að stjórnarþingmenn standi saman og láti ekki undan þrýstingi. Það ríður einnig á að útvarpsstjóra verði gerð grein fyrir að þennan litla sparnað sem hann þarf að ná, skuli hann finna annarstaðar en í mannahaldi.

Treysti hann sér ekki til þess verður að fá annan mann til að stjórna þessari stofnun!!

 


mbl.is Yfir þúsund standa með Rúv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt nýjustu fréttum vorum við án menningar fyrir daga Ríkisútvarpsins. Við erum að tala um upphaf siðmenningar: 1930. Margir keppast við að endurskrifa sögunna þessa dagana en spunatrúðar RÚV eiga klárlega vinninginn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 08:43

2 identicon

Sæll Gunnar, ég held að þjóðin í heild sé sátt við það að skorið sé niður hjá RUV það er eins og alltaf, hávær örhópur sem þyrlar upp moldviðri sem fær athygli tímabundið svo sest rykið og allt er gleymt. Spurningin er hverjum var sagt upp, var það fólk af gólfinu eða voru það óþarfir "millistjórnendur"? sem gera má ráð fyrir að séu í talsverðu mæli í ríkisfyrirtækjum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband