Stjórnarandstaðan á bágt

Það er ljóst að stjórnarandstaðan á bágt þessa dagana. Allt er reynt til að draga úr þeim aðgerðum sem stjórnvöld ætla að framkvæma, til hjálpar fjölskyldum landsins.

Þar eru dregin fram falsrök og falsdómar. Árni Páll heldur sig við að ljúga því að stjórnarflokkarnir hafi lofað einhverri ákveðinni upphæð í kosningabaráttunni. Þá upphæð bjó þáverandi ríkisstjórn til að sömu vankunnáttu og annað. Alla tíð héldu núverandi stjórnarflokkar því fram að forsendubresturinn yrði leiðréttur og sama hversu fréttamenn og aðrir gengu hart fram, var útilokað að fá neina upphæð frá formönnum núverandi stjórnarflokka, í kosningabaráttunni. Þáverandi stjórnvöld töldu hins vegar, af vankunáttu sinni, að þetta gæti kostað 300 milljarða. Nú er komið í ljós að sú upphæð er helmingi lægri, þegar leigutakar hafa verið teknir með í dæmið.

Árni Páll segir að  stjórnarflokkarnir séu að svíkja það loforð að föllnu bankarnir borgi. Það er rétt að hluta til, þar sem nýju bankarnir eru látnir taka þátt í þessu líka. Ef einhver fyrirtæki í landinu geta komið að þessari leiðréttingu eru það einmitt nýju bankarnir, þar sem hagnaður þeirra hefur verið með eindæmum frá hruni. Þeirra hlutur er þó frekar smár, hefði mátt vera stærri, þar sem þessi skekkja sem nú á að leiðrétta féll öll til þeirra. 

Að halda því fram að ríkissjóður sé að taka á sig ábyrgð bendir til þess að Árni Páll hefur ekki tekið eftir á kynningafundinum og láðst að lesa yfir þá kynningu. Í henni kemur skýrt fram að leiðréttingahluti lánanna mun vera á ábyrgð lántaka þar til ríkissjóður hefur greitt þau upp. Það segir að ef Árni Páll kemst til valda getur hann einfaldlega hætt að greiða þann hluta lánanna og þá mun leiðréttingahlutinn einfaldlega leggjast við höfuðstólinn aftur. Það er því mikilvægt að sjá til þess að Árni Páll komist ekki inn í stjórnarráðið fyrr en í fyrsta lagi eftir að stjórnvöld hafa greitt leiðréttingahlutann! Hellst aldrei!!

Þá setja allir formenn stjórnarandstöðuflokkanna spurningu við skattlagningu þrotabúanna, einkum þá staðreynd að þau verða ekki alltaf til staðar og því spurning hversu lengi sá skattstofn mun verða til. Þessi málflutningur er auðvitað svo barnalegur að vart er hægt að svara honum. Allir vita að til að greiða kröfuhöfum þrotabúanna þarf að semja um afskriftir krafna. Þetta eru allir sammála um, einnig kröfuhafar. Við einfaldlega eigum ekki gjaldeyri til að greiða kröfurnar að fullu. Þar kemur hið margrædda svigrúm, sem upphaflega átti að nota. 

Það er ýmislegt sem má gagnrýna í þessum tillögum þó á heildina litið séu þær nokkuð góðar og þjóna þeim tilgangi sem til var ætlast. Því ætti stjórnarandstaðan að geta gert athugasemdir án þess að gera sjálf sig að fíflum!

Það er fróðlegt að lesa yfir þá kynningu sem fram var færð í dag og ekki síður fróðlegt að lesa "spurt og svarað" um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar.

Það sem helst er hægt að gagnrýna í þessum aðgerðum stjórnvalda er of hár hluti séreignasparnaðar og ábyrgð á leiðréttingahluta lánanna. 

Að lántaki skuli vera ábyrgur fyrir leiðréttingahluta lánanna er hættulegt. Ég nefndi fyrir ofan að stjórnarskipti gætu sett þar strik í reikningin, en einnig gætu ýmis áföll orðið til þess að ríkið gæti ekki greitt af þessum hluta lánanna og þá mun leiðréttingin einfaldlega ganga til baka. Tryggingin fyrir lántakendur er því ansi lítil.

Varðandi þátt séreignasparnaðar í þessari áætlun og hversu stór hann er, er margt að athuga. Þetta kemur sér verst fyrir þá sem eru neðarlega í launastiganum en skulda kannski ekki svo mikið, þó sú skuld sé að vaxa því yfir höfuð. Þetta fólk hefur þegar nýtt þann séreignasparnað sem það átti til að standa í skilum og hefur orðið að hætta séreignasparnaði til að auka örlítið ráðstöfunartekjur sínar. Nú mun þetta fólk fá allt að 13% lækkun á höfuðstól og til að geta nýtt sér allt að 20% höfuðstólslækkun verður það að taka aftur upp séreignasparnað.

Þetta mun leiða til þess að ráðstöfunartekjur þessa fólks mun minnka yfir það tímabil sem aðgerðir standa. Lækkun höfuðstóls um 13% mun lækka afborgun. En sú lækkun er töluvert minni en sem nemur þeirri skerðingu sem ráðstöfunartekjur verða fyrir við það að láta taka 4% af launum í séreignasparnað. Hugmyndin að baki þessari leið er góð, en skilin kannski ekki á réttum stað. Lækkun höfuðstóls með leiðréttingarláni hefði þurft að vega hærra og séreignasparnaðarleiðin minna. Þannig hefði verið tryggt að þeir sem minni laun hafa gætu nýtt sér þessar aðgerðir að fullu, án þess að þurfa að herða sultarólina enn frekar.

Þá kemur fram í "spurt og svarað" á vef forsætisráðuneytisins að ekki sé hugsað að þeir sem hafa misst sínar íbúðir á nauðungaruppboðum fá bætur fyrir þann skaða. Að þessi aðgerð miðist fyrst og fremst að því að bæta þann skaða sem fólk varð fyrir vegna hækkunnar höfuðstóls lána. Kannski er rétt að blanda þessu tvennu ekki saman, þó ljóst sé að flestir þeirra sem hafa orðið fyrir slíkri reynnslu hefðu getað staðið í skilum, ef engin forsendubrestur hefði orðið til og þannig haldið sínum íbúðum.

Hitt er verra að í þessu svari á vef forsætisráðuneytis kemur fram að bankar og lánastofnanir geta haldið áfram nauðungarsölum allt þar til búið er að smíða og samþykkja lög um þessar aðgerðir, um mitt næsta ár. Það er hætt við að lánafyrirtækin slái hressilega í klárinn og ráði nokkra lögfræðinga til viðbótar, svo hægt sé að ná sem flestum fasteignum áður en leiðrétting kemur til. Samhliða þessari kynnigu áttu stjórnvöld að vera tilbúin með lagasetningu sem banna öll nauðungaruppboð þar til aðgerðaráætlunin er komin til framkvæmda og forða þannig fjölda fjölskyldna frá því að lenda á götunni á næstu mánuðum. 

Eins og áður segir er fróðlegt að lesa kynningu samráðshópsins. Þar er margt fróðlegt sem kemur fram, eins og t.d. hver áhrif þessara aðgerða hefur á þjóðarbúskapinn. Einnig er fróðlegt að lesa hvernig aðgerðir fyrri stjórnvalda skiluðu sér og hverjir það voru sem þar fengu mest.

En kannski er merkilegast að sjá hlutfall lána milli stofnanna og hvernig 110% leiðin kom á þær, sér í lagi í ljósi nýlegrar skýrslu um Íbúðalánsjóð og umræðunnar í kjölfar hennar. Fram kemur að  Íbs á um 52% allra fasteignalána, lífeyrissjóðir um 14% og viðskiptabankar 34%. Það kemur einnig fram að leiðréttingar vegna 110% leiðarinnar skiptist milli viðskiptabankann og Íbs 75%/25%. Þ.e. 75% af þeim leiðréttingum sem urðu til vegna 110% leiðarinnar komu á 34%  lána viðskiptabankanna, en 25% á 52% lána Íbúðalánasjóðs. Þetta er skýrt merki um hvar óábyrgðin í lánaveitingum lá, að það voru viðskiptabankarnir sem fóru þar offari, ekki Íbúðalánasjóður.

Það ættu allir að lesa yfir kynningu samráðsnefndarinnar og einnig "spurt og svarað" á vef forsætisráðuneytisins.  Þarna eru bæði greinagóðar upplýsingar um þá aðgerðaráætlun sem stjórnvöld ætla að framkvæma, en ekki síður fróðlegar upplýsingar um fortíðina.

 


mbl.is „Skuldaleiksýningin var tilkomumikil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki eðlilegt að menn setji spurningmerki við fjármögnun sem byggist á skatti á þrotabú sem allir vilja að verði löngu uppgerð eftir 4 ár. Þ.e. búið að semja við þau um krónueignir þeirra? Og er ekk full mikið í lagt að setja ríkið í ábyrgðir fyrir þessu áður en gengið er fá því að skattlagning standist.  Svo er náttúrulega að reyna að atta sig á því hvað þetta kemur til með að kosta ríkið í endurgreiður á tekjuskatti vegna greiðslu séreignarskatts inn á höfuðstólin. Að örðuleiti sýnist mér þetta vera svona að þeir sem skulda 30 milljónir rúmar græða mest þeir sem skulda minna eða meira fá minna. Sbr.

Höfuðstóll13% lækkunEftirstöðvar
5.000.000650.0004.350.000
10,000,0001.300.0008.700.000
15,000,0001.950.00013.050.000
20,000,0002.600.00017.400.000
25,000,0003.250.00021.750.000
30,000,0003,900,00026.100.000
35,000,0004,000.00031.000.000
40,000,0004,000.00036.000.000

 Sýnist skv. þessu að afborganir vegna lækkunar höfðustóls lækki um 10 þúsund á mánði vegna þeirra sem skulda 15 milljónir og um 20 þúsund hjá þeim sem skulda rúmlega 30 milljónir. Sýnist að þetta séu um það bil frá 2 sæmilegum lærum í Bónus upp í 4 sæmileg læri.  Þetta væri í sjálfu sér ágætt ef að allir yrðu sáttir og/eða að maður hefði trú á fjármögnun þessara aðgerða. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2013 kl. 21:58

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lestu kynningu samráðshópsins Magnús Helgi. Þá verður þú miklu fróðari um þetta mál allt saman.

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2013 kl. 22:19

3 identicon

Enn og aftur ertu með góðan pistil a.m.k. er ég sammála flestu kanski er það ekkert gæðamerki ;-).

Ég er ekki viss um að mismunun sé falin í því að þeir sem hafi minni lánin séu tekjulitlir og nái ekki að nýta sér skattaafslátt á móti hinum tekjumeiri, því hinir tekjumeiri búa við þak á hve mikið er leiðrétt en ekkert þak var á því í upphafi hve mikið skuldirnar hækkuðu.

En auðvitað hljóta að koma fram skrítin dæmi. Ætli maður með góð laun og 30 mill skuld komist einna best frá þessu, skeinist jafnvel upp í 20% lækkun á höfuðstól þegar upp er staðið.

Sammála þér með uppboðin þau þarf að stöðva strax í gær.

Smærri fyrirtæki sem hvergi fá neinar niðurfellingar á stökkbreyttum vísitölulánum verða greinilega áfram að éta það sem úti frýs. Stökkbreytingin er þó alveg jafn ranglát gagnvart þeim og heimilunum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 02:43

4 Smámynd: Elle_

Gott hjá ykkur, Bjarni Gunnlaugur og Gunnar (skil nú ekki af hverju pistlar Gunnars sjást ekki í ofanverðri forsíðu Moggabloggsins, mættu hafa verið þar fyrir löngu).  Höldum Árna Páli og hans liði í burtu frá stjórnmálum to the end of time og ekki bara út af skuldamálum.  Já, og það er slæmt að minni fyrirtækin verði enn að éta það sem úti frýs.

Elle_, 1.12.2013 kl. 12:47

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér fannst stórkarlalegar yfirlýsingar Sigmundar Davíðs um loforð í aðdraganda kosninganna í vor sem flestum ansi brött. Nú er komið á daginn að „leiðrétting strax“ er nokkuð öðruvísi en venjulegt fólk leggur í skilning þeirra orða. Kostnaður við efndir þessara loforða leggst alfarið á alla neytendur og þegna þessa samfélags á einhvern hátt. Að unnt verði að sækja þetta mikla fé í vasa braskara verður sennilega ekki fær leið nema með miklum átökum.

Þetta dæmi er enn ein vísbendingin að aldrei eigi að treysta loforðum stjórnmálamanna og sérstaklega þeirra sem eru hvað lausmálir og þeirra orð eru meira og minna einskis virði þegar á reynir.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2013 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband