Og grasið verður grænna

Það er merkilegt hversu sumu fólki er gjarnt að halda að grasið sé grænna hinu megin lækjarins. Nú vill Dagur breyta Vatnsmýrinni í Danska grund, eins og það sé eitthvað svo voðalega fallegt.

Danmörk er falleg á sinn hátt, en það er Ísland ekki síður. 

Í 564 ár var Ísland hluti Danmerkur, en engum datt þó í hug á þeim tíma að reyna að gera landið "danskt". Sjálfstæðið bjó í hjörtum landsmanna alla þá tíð og loks fyrir  69 árum tóks það takmark að landið öðlaðist sjálfstæði, þrátt fyrir mótmæli krata þess tíma.

Dagur vill sem sagt breyta Vatnsmýrinni í Danska grund. Uppbygging þess svæðis mun leiða af sér að búsvæðum fugla í Vatnsmýrinni verður útrýmt. Nú þegar hefur verið verulega að þeim þrengt, en við aukna byggð munu þeir endanlega hverfa.

Og ekki nóg með það, heldur mun vatnsbúskapur Tjarnarinnar verða afnuminn og hún breytist í fúlann pitt. Þá mun auðvitað liggja beinast við að taka Tjörnina undir byggð, enda engum sómi af einhverjum fúlum pitt í miðborginni.

Þetta nýja byggingasvæði gæti Dagur kallað Amsterdam Íslands. Þá ætti hann sína eigin Danmörk, sína eigin Amsterdam og víst að ekki einungis grasið yrði grænna í hanns augum, heldur mun sólin einnig skýna skærar.

 


mbl.is Vatnsmýrin verði Danmörk Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Og á svo Öskjuhlíðin að vera Himmelbjerg Íslands?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2013 kl. 19:28

2 identicon

Varla. Himmelbjerget er meira en tvöfalt hærra en Öskjuhlíðin.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband