Sjallar í vanda

Niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokks Reykjavíkur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir flokksmenn.

Þáttatka í kjörinu ver með eindæmum lítil og nú telja konur að þeirra hlutur liggi hjá garði. En kannski slær mest hversu lítil endurnýjun kemur úr úr þessu kjöri.

Einungis 25% kjörgengra manna í flokknum nennti á kjörstað. Í sjö efstu sætum eru fjórar konur og þrír karlar. Að vísu þessir þrír karlar í þrem efstu sættunum, en flokkurinn hlýtur að stefna að hreinum meirihluta. Náist það munu fleiri konur en karlar setjast fyrir hönd flokksins í borgarstjórn. En greinilega gera sumir flokksmenn ekki ráð fyrir að meirihluti náist. Varla er það góð byrjun á kosningabaráttunni.

Það sem þó stingur mest í augu er að af fimm efstu sætum þessa lista eru fjórir núverandi borgarfulltrúar. Endurnýjun er því nær engin. Það er ekki eins og hægt sé að segja að gustað hafi af þessum fulltrúum flokksins í borgarstjórn. Sumir jafnvel verið ótrúlega samhuga grínistunum.

Hinn nýji leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík telur listann sterkann. Hann álítur sig kannski geta vegað upp á móti hinum, þannig að meðaltalið verði ágætt, en listinn sem slíkur er ekki sterkur. Hann er að miklu leyti svipaður og í síðustu kosningum, sem sjallar vilja hellst gleyma.

Og Sá sem sóttist eftir öðru sæti en lennti í því þriðja, telur þetta ekki dóm yfir sitjandi borgarfulltrúum flokksins. Kjósendur hafa í flestum tilfellum einn möguleika til að dæma kjörna fulltrúa og það er í kosningum. Sumir eru svo heppnir að fá tvö tækifæri, þ.e. í prófkjöri hjá eiginn flokk og síðan í kosningum. Þetta tækifæri fengu sjallar í Reykjavík og víst er að dómurinn var harður. Þegar einungis 25% kjörbærra manna mætir til kosninga í prófkjöri hjá eiginn flokk, hversu mikið fylgi getur þá sá flokkur vænst í kosningum?! Þetta er vissulega dómur yfir verk núverandi fulltrúa Sjálfstæðisflokks Reykjavíkur, en þó má búast við að dómurinn í vor verði enn harðari, ef ekkert verður að gert.

Formaður Varðar ítrekar að niðurstaða prófkjörsins sé ekki bindandi. Það er vissulega rétt, en það gæti verið nokkuð tvíeggjað vopn að hreyfa við honum. Það er í raun ekkert sem getur lagað þennan lista, úr því sem komið er. Að færa konur hærra á listann mætti túlka á tvo vegu, annarsvegar að Vörður telji útilokað að flokkurinn fái meira en fjóra fulltrúa kosna í borgarstjórn og því nauðsynlegt að rétta hlut kvenna í þeim fjórum sætum. Þetta væri uppgjöf áður en komið er á vígvöllinn. Hitt væri að kyn eigi að ráða meiru en kjör. Slík skilaboð eru ekki vænleg til vinnings.

Það er ljóst að sjallar í höfuðborginn eiga við vanda að stríða. Að óbreyttu mun engin breyting verða í stjórn borgarinnar næsta vor, nema í stað Jóns mun aðstoðarmaður hans taka við hempunni.

Það er gott að vera ekki Reykvíkingur!!


mbl.is Niðurstaðan ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður Gunnar, það er alveg með ólíkindum hvernig allir stjórnmálaflokkarnir hvort sem það er á landsvísu eða í borgarmálum eru gersamlega leiðtogalausir, enginn afgerandi foringi neins staðar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 18:53

2 identicon

Það var afspyrnu léleg þátttaka í prófkjörinu. Svo virðist sem stuðningslið flugvallarins hafi fjölmennt til að tryggja Hadda fyrsta sætið.

E (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 20:43

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Kristjón, það er eins og engin leiðtogaefni séu til meðal flokkanna.

Hafi kosning Halldórs tryggt áframhald veru flugvallarins, er það hið besta mál E. En ef sjallar ná ekki meirihluta í borginni er víst að skelfingin mun skella á þjóðinni, árið 2022, þegar völlurinn verður lagður niður.  

Gunnar Heiðarsson, 18.11.2013 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband