Með ofurminni og röntgen augu. Össur Skarphéðinsson.

Ríkisútvarpið fer mikinn yfir skáldsögu Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans.

Allir fréttatímar hafa verið undirlagðir þessari bók og ófá viðtöl verið tekin við höfundinn.

Í morgunútvarpi fréttastofu RUV, nú í morgun, var svo langt og ítarlegt viðtal við höfund bókarinnar og honum leyft að þeysa um í sínum skáldsagnar heimi. Spyrjendur virtust sitja sem lamaðir undir lestrinum, annaðhvort af aðdáun eða ótta.

Þar ítrekaði höfundur bókarinnar að hann hefði betra minni en flestir eða allir Íslendingar og jafnvel þó víðar væri leitað og að auki hefði hann röntgen sýn á stjórnmálum. Það vita flestir að Össur getur verið húmoristi og víst að þessi skáldsaga hans gæti verið ágætis gamansaga.

En heimildarsaga getur hún aldrei orðið, enda maður sem lýsir sjálfum sér sem slíkum snilling, annað hvort heimskingi eða skemtikraftur. Það vita allir að Össur er ekki heimskingi.

Misskilningur fréttastofu RUV er því mikill.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband