Svört framtíð hjá Bjartri framtíð ?

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Björt framtíð er á móti leiðréttingu lána heimila landsins. Þetta kom fram í kosningabaráttunni síðasta vor og í viðtali á eyjan.is í dag ítrekar Guðmundur Steingrímsson þessa skoðun enn frekar.

Reyndar fer hann í kringum þetta eins og vanalega, þar sem hann ber við að hann sjái ekki tillögur um hvernig þetta meigi vera hægt, hefur reyndar falið sig bak við slík ummæli frá fyrstu tíð. Það er synd að eingum fréttamanni hafi enn dottið í hug að spyrja þingmanninn að því hvort hann sé á móti hugmyndinni. Að fá hjá honum skýrt svar hvort hann sé með eða á móti skuldaleiðréttingu heimilanna.

Sá sem er samþykkur slíkri leiðréttingu hlýtur að tala með henni og hinir sem tala gegn leiðréttingu hljóta að vera á móti. Því er í sjálfu sér óþarfi að spyrja Guðmund hvort hans flokkur sé með eða á móti leiðréttingu, nema til að gera kjósendum BF ljóst hvar flokkurinn stendur.

Samkvæmt úttekt SA er þegar búið að afskrifa lán til fyrirtækja landsins upp á yfir 3.000 milljarða króna. Það ætti því vart að vera álitamál að leiðrétta lán heimila landsins fyrir innanvið 10% af þeirri upphæð. En Guðmundi hefur efasemdir um slíka aðgerð.

Það er von að Guðmundur vilji láta breyta klukkunni. Hann má sennilega ekki við að vakna í myrkri á morgnanna, svo svört sem framtíðin birtist honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að Björt framtíð=Svört framtíð er á móti leiðréttingu á þeim FORSENDUBRESTI sem varð á Verðtryggðum lánum landsmanna eftir HRUN,gæti skýringin verið að Formaðurinn hafi verið í þingflokki samfylkingarinna þegar mestu efnahagsmistök aldarinnar voru gerð með því að taka ekki vísitöluna úr sambandi strax eftir Hrun eða setja þak á hana 2.5% verðbólgumakmið Seðlabankans.

Björn Sig. (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 20:29

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er enginn stuðningsmaður Bjartrar Framtíðar en ég er á móti þessum leiðréttingum. fleiri en húseigendur fengu skell en ekki á að leiðrétta neitt hjá þeim. sussuss

Rafn Guðmundsson, 3.11.2013 kl. 20:31

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hef aldrei almennilega áttað mig á áherslum Bjartrar Framtíðar og Guðmundur Steingrímsson finnst mér svona frekar flatur lýðskrumari, "allir bara að vera góðir og skemmtilegir"

Er nokkuð sammála Agli helga þegar hann lýsir BF sem letiframboði.

hilmar jónsson, 3.11.2013 kl. 20:42

4 identicon

Gæti skýringin verið sú, að bæði formaðurinn Guðmundur og Róbert, hafi báðir verið í þingflokki Samfylkingarinna, þegar því var hafnað að taka vísitöluna úr sambandi, gaman væri að fá hið rétta upp á yfirborðið, því þessi afstaða Svartrar Framtíðar er með öllu óskiljanleg,vilja bara leggja áherslu á hjólreiðastíga um landið þvert og endilangt.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 21:13

5 identicon

Ef það er rétt hjá mér að bæði Guðmundur og Róbert hafi tekið stöðu gegn þjóðinni í Icesave,þá fer ég að skilja hlutina, mun betur,þá er þessum mönnum ekki treystandi og Björt framtíð breytist í Svarta framtíð.

Björn Sig. (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 21:32

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Björn Sig., það er staðreynd sem aldrei má gleymast í sögu okkar þjóðar að Jóhanna Sigurðardóttir, ásamt sínum flokk, stóð að því að hafna því að aftengja vísitöluna, haustið 2008. Aðalhjálparhella hennar í því máli var enginn annar en Gylfi Arnbjörnsson. Það er einnig staðreynd sem ekki má gleyma að Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshal og allur þingflokkur Samfylkingar lagði allt undir til að koma icesave samningum á þjóðina. Fyrir það á þetta fólk bágt.

Rafn, það vita allir að þú ert ekki stuðningsmaður BF. Spurning hvernig þú tekur á málinu þegar sá flokkur yfurtekur Samfylkingu. Hitt er rétt hjá þér að fleiri en lánþegar hafa orðið fyrir skell vegna hrunsins. En sá skellur er hvergi nærri eins mikill og þeirra sem eru með verðtryggð lán.  Það er nefnilega svo að lánþegar fengu sama skell og aðrir og stökkbreytingu lána að auki.

Hilmar, það er ekkert erfitt að átta sig á áherslu BF. Hún er í raun ein, að ganga í ESB. Reyndar má einnig nefna að Guðmundur er einstakur áhugamaður um að breyta klukkunni, en óvíst hvort það er hans persónulega áhersla, eða hvort það fyrirfinnst í stefnuskrá BF. Önnur málefni eru ekki á dagskrá þessa flokks.

Jón Ólafur, hvort BF er treystandi skal ósagt látið. Þeir hafa svo sem ekki svikið neitt ennþá, þó tveir þingmanna flokksins hafi staðið að svikum við þjóðinu undir öðrum merkjum. Sá sem engu lofar, svíkur heldur ekkert.

Gunnar Heiðarsson, 4.11.2013 kl. 01:02

7 identicon

Merkilegt hvað þið eruð andsnúnir Bjartri Framtíð. Hvað með t.d. xD, Gunnar? Ekki hafa þeir sagst vera mjög fylgjandi þessari leið Framsóknar þó þeir sitji saman í ríkisstjórn og Bjarni og Sigmundur stundum talað í kross. "Sá sem er samþykkur slíkri leiðréttingu hlýtur að tala með henni og hinir sem tala gegn leiðréttingu hljóta að vera á móti."

Ertu þá ekki með þessu að segja að xD og í raun allir flokkar nema Framsókn séu á móti leiðréttingu lána? Samt ákveðurðu að taka bara fyrir nýjan 6 þingmanna flokk í minnihluta frekar en að ræða um hvernig þingið og ríkisstjórnin í heild taka á málinu. Hvers vegna?

Skúli (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 14:18

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekkert sérstaklega á móti BF, Skúli. En einhvern veginn finnst mér að stjórnmálaflokkur þurfi að hafa stefnu í sem flestum málum. Það hafa svo sem áður verið mynduð framboð um eitt málefni, en þau lifa gjarnan skammt.

Varðandi fylgi Sjálfstæðisflokks við skuldaleiðréttingu þá vekja ýmsar yfirlýsingar þingmanna þess flokks vissulega ugg. En staðreyndin er að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gerðu með sér stjórnarsáttmála og allir þingmenn beggja flokka samþykktu þann sáttmála. Kjósi þingmenn Sjálfstæðisflokks að svíkja stjórnarsáttmálann, hlýtur það að þýða stjórnarslit. Verði stjórnarslit vegna þess atriðis sáttmálans er víst að Sjálfstæðisflokkur ríður ekki feitum hesti frá þeim svikum.

Og jafnvel þó þingmenn Sjálfstæðisflokk falli úr skafti, ætti að vera hægt að ná meirihluta innan Alþingis um skuldaleiðréttingu. Formaður Samfylkingar hefur þegar gefið út að hans flokkur muni styðja slíka aðgerð og varla geta þingmenn VG sett sig á móti því að hjálpa heimilum landsins. Slík afgreiðsla myndi auðvitað vera óhefðbundin, en ekki óþekkt. Hvort það myndi leiða til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð skal ósagt látið.

Auðvitað færi best á því að báðir stjórnarflokka uppfylltu þetta atriði stjórnarsáttmálans og að þingmenn Samfylkingar og VG styddu það. En það er þó engin nauðsyn. Einfaldur meirihluti dugir, hvernig sem hann er myndaður.

Meginmálið er að þeir þingmenn sem að leiðréttingu lána heimila landsins standa, munu fá það greitt til baka í næstu kosningum. Að sama skapi er öruggt að þeim þingmönnum sem standa gegn slíkri leiðréttingu og kjósa að standa að baki fjármálaöflunum, mun verða refsað harðlega.

Gunnar Heiðarsson, 4.11.2013 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband