Eilífðar styrkþegi ?

Ekki er að efa að kvikmyndaiðnaðurinn er góður fyrir þjóðin. Hitt er svo spurning hvort hann skuli ganga fyrir heilbrigðisstofnunum landsins af fé ríkissjóðs.

Forsvarsmenn kvikmyndaiðnaðar og reyndar einn háskóli einnig, halda því fram að kvikmyndaiðnaðurinn velti hér milljörðum, að tekist hafi að byggja hér upp skilyrði fyrir þessum iðnaði sem skili þjóðarbúinu miklu fé. Þá spyr maður, sennilega eins og hálfviti, hvers vegna er þá þessi iðnaður svo háður ríkisstyrkjum? Ætti hann ekki að vera farinn að standa undir sér sjálfur?

Eða er með þennan iðnað eins og Hörpuna, að reksturinn gangi svo glimrandi vel að ekki þarf nema milljarð á ári til að halda honum gangandi?


mbl.is Segja niðurskurðinn fordæmalausan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Við getum ekki verið eftirbátar USA í kvikmyndagerð... Eða jú kannski við þurfum ekki að veltast í öllu sem stórþjóðirnar gera bara til að sýnast.

Minnimáttarkennd er dýr hjá okkur íslendingum.

Teitur Haraldsson, 2.10.2013 kl. 07:19

2 identicon

Teitur, USA styrkja kvikmyndagerð ekkert að ráði.

Það sem meira er, að þegar þú berð saman efni frá styrktum löndum við efni af frjálsum markaði, þá endar styrkta efnið mun oftar í ruslinu.

Svo niðurskurður er sennilega góður fyrir kvikmynda aðdáendur en slæmur fyrir snobbin sem vilja fá borgað fyrir að búa til leiðinlegar myndir.

Palli (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 08:38

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

En hvað eiga snobb hænsnin þá að gera?

Ekki getum við látið þau ganga laus ráfandi um götur? ;)

Teitur Haraldsson, 2.10.2013 kl. 08:51

4 identicon

Kvikmyndaiðnaðurinn hér á landi er þannig í eðli sínu að þó kvikmynd skili hagnaði þá fær sá sem ætlar að gera næstu mynd ekki endilega þann hagnað til að vinna með. Flestir þurfa að leita styrkja hér heima og erlendis. Erlendir styrkir eru margir hverjir bundnir því að vera reiknaðir út frá innlendum styrkjum, mótframlag. Enginn innlendur styrkur=enginn erlendur styrkur. Færri krónur í kvikmyndagerð=færri evrur í gjaldeyristekjur. Þannig getur kvikmynd sem er svo léleg að eina eintakinu er brennt eftir frumsýningu samt skilað þjóðarbúinu verulegum gjaldeyristekjum. Þetta er stundum eins og að kasta evrunni fyrir krónuna.

Oddur zz (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband