Skref í rétta átt, en þó ansi stutt !

Það má vissulega segja að þetta fjárlagafrumvarp sé að mörgu leiti bylting. Þó má gagnrýna nokkra þætti þess. Skrefið er í rétta átt, en hefði mátt vera stærra.

Forgangsröðunin  hallar heldur í þá átt að verja grunnstoðirnar, en auðvitað er það á kostnað annara þátta og víst að bloggverjar vinstriflokkanna munu fara mikinn næstu daga vegna þess. Það er nefnilega svo merkilegt að allir vilja efla grunnstoðirnar, en enginn vill þó láta skerða það sem að þeim sjálfum snýr.

Stór aukinn fjárlög til leiðréttingar  þess óþverrabragðs sem vinstristjórnin sýndi öryrkjum og öldruðum þessa lands, ber að fagna. Vissulega hefði verið gleðilegra að sjá þar meira gert, en þetta er stórt og gott skref til hins betra.

Gæluverkefnin og kosningavíxlar fyrri ríkistjórnar eru flestir afsagðir og er það gott, enda engin innistæða fyrir þeim.

Lengra hefði mátt ganga í sparnaði í rekstri ríkisins, á þeim sviðum sem ekki snúa beint að grunnstoðunum. Þó verulega sé tekið á þeim málum, hefði mun meira verið hægt að gera. Frekari úthýsing verkefna frá ríki til einkaaðila heði verið gaman að sjá.

Eitthvað gleðilegast við þetta frumvarp er skattlagning á fjármálafyrirtækin og þrotabú föllnu bankanna. Bankar hafa verið að sýna hagnað upp á tugi milljarða króna við hvert ársfjórðungsuppgjör, nánast frá hruni og því vel í stakk búin til að greiða til uppbyggingar landsins. Þá er auðvitað glórulaust að skattleggja ekki þrotabúin.

Lækkun tekjuskatts í miðþrepi er lítil, en þó viðleitni. Lækkun í fyrsta þrepi hefði mátt fylgja, þar sem nokkur hópur launþega verða að láta sér svo lág laun duga, þó ótrúlegt sé. Þá hefði mátt sýna smá viðleitni til leiðréttingar þeirrar skerðingar sem persónuafsláttur varð fyrir í tíð vinstristjórnar. Þó ekki hefði verið leiðrétt þar að fullu, vildi maður sjá smá viðleytni í þá átt. Breytingar persónuafsláttar er sú skattbreyting sem mest áhrif hefur á kjör þeirra sem minnst hafa. Því var sú aðgerð vinstristjórnarinnar að frysta hækkun hans einhver versta aðgerð sem hægt var að gera og að sama skapi mun leiðrétting persónuafsláttar vera einhver mesta bót sem það fólk getur fengið.

Innleggsgjöld á spítala er í raun leiðrétting. Það óréttlæti að sjúklingur þurfi að greiða fyrir hjálp ef læknir telur hann geta farið heim að lokinni aðgerð, meðan hinn sem leggst á spítala hefur ekkert þurft að borga, er óviðunnandi. Þetta hefur leitt til þess að oftar en ekki er fólk sent heim þó líkamlegt ástand þess sé fráleitt til þess búið, svo hægt hafi verið að rukka það. Þessi breyting mun hugsanlega verða til þess að heilsufarsástand sjúklinga verður látið ráða hvort það leggst á spítala, frekar en fjársókn stofnunarinnar. Reyndar hefði ég viljað sjá þetta óréttlæti leiðrétt á hinn veginn, að núverandi gjald yrði afnumið.

Það er vissulega vonbrigði að sjá að enn þurfa sjúkrastofnanir út um land að draga saman og vekur ekki beinlínis upp mikla gleði að sjá að miðstýring eigi enn að aukast með sameiningum spítala. Hagkvæmni stærðarinnar er ekki endilega það besta þegar kemur að rekstri sjúkrahúsa, í strjálbýlu landi. Þeir sem nenna að skoða sögu Landspítalans sjá fljótt að halla tók undan fæti þar eftir sameiningu Landspítala og Borgarspítala. Síðan hefur leið stofnuinarinnar verið niðurávið.

Þá eru vonbrigði að sjá hversu lítið er lagt til Landspítalans. Vissulega er stefnan þó í rétta átt, en hversu mikill vilji starfsfólks er til bóta þar, þá dugir það ekki eitt og sér. Þar þarf aukið fjármagn til.

Aukin fjárframlög til sjúkrastofnanna hefði mátt fá með enn frekari skerðingu á öðrum sviðum í ríkisrekstri. 

Gleðilegt er að sjá að löggæslunni í landinu er sýnd smá virðing, með frekara framlagi.

Heilt á litið má segja að fjárlagafrumvarpið boði nýja forgangsröðun. Forgangsröðun grunnstoðanna á kostnað fjármagnsaflanna. Það er afrek af hægristjórn að taka slíka stefnu, að ákveða verulega skattlagningu á fjármagnsöflin. Þetta er enn frekara afrek eftir að vinstristjórn hefur í fjögur ár staðið vörð þessara afla, á kostnað grunnstoða þjóðarinnar.

Það er ljóst að ríkisstjórninni hefur tekist að snúa stýri skútunnar í rétta átt, að kúrsinn hefur verið tekinn út úr brimgarðinum. Eftir fjögurra ára rek og stjórnleysi í brimrótinu, verður þó erfitt að róa út og víst að ágjöfin mun verða nokkur. En kúrsinn hefur þó verið tekinn og það í rétta átt!

 


mbl.is Hækka bankaskatt um 11,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannarlega og stór skref er varla hægt að biðja um að svo stöddu ,meira virði að geta haldið ótrauður áfam ..það væri sama hver stjórnin væri það yrðu aldrei allir ánægðir...en þetta á eftir að skyrast betur og þegar fram i sækir held eg okkur flestum  sem vilja sja að allt miðar þetta i góða átt til betri vegar .

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband