Forgangsröðunin á hreinu

Hin tæra vinstristjórn, sem hér ríkti illu heilli í rúm fjögur ár, hafði forgangsröðunina á hreinu.

Meðan starfsmönnum Landspítala var fækkað um 345 og aðrar sjúkrastofnanir þurftu að segja upp fjölda fólks, fjölgaði starfsfólki hjá ríkinu um 198.

Stæðsti hluti þessarar fjölgunar varð hjá tveim ráðuneytum, menntamálaráðuneyti og umhverfisráðuneyti, sennilega eitthvað vel yfir 500 manns. Ekki efa ég að þörf var á allri þessari fjölgun hjá þessum ráðuneytum, einhverstaðar verða jú blýantsnagararnir að vera. En var meiri þörf á því fólki en starfsfólki á spítölum landsins?

Þá væri fróðlegt að vita hvernig launaþróunin hefur verið, hvort sá sparnaður sem náðist við uppsagnir heilbrigðisstarsfólks hafi dugað til launa fyrir blýantsnagarana.


mbl.is Fleiri ríkisstörf eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband