Ætti kannski að tala oftar og lengur
16.9.2013 | 16:36
Kannski ætti forseti Alþingis að tala oftar og lengur yfir hausamótunum á þingmönnum.
Þó margir þeirra séu ágætir í sínu starfi og beri virðingu fyrir því, eru nokkrir sem virðast eiga erfitt með að skilja sína stöðu, bæði gagnvart Alþingi og ekki síður þjóðinni.
Hugsanlega gæti forseti Alþingis komið vitinu fyrir það fólk, fengið það til að bera örlitla virðingu fyrir sínu starfi og samstarfsfólki sínu.
Meðan þingmenn ekki bera virðingu fyrir eigin starfsvettvangi, er tómt tal að ætla að kjósendur beri einhverja virðingu fyrir þessari grunnstofnun okkar.
Forseti á það til að tala í löngu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.