Skýringin á ógöngum ESB ?

Er þetta skýringin á ógöngum ESB? Að þeir sem með völdin fara innan sambandsins velji frekar fela vandann en leysa hann?

Þessi orð, frá manni sem sagður er forseti leiðtogaráðs ESB, um að til að bæta sýn sambandsins megi ekki ræða vanda þess, eru vægast sagt undarleg, ef ekki barnaleg. Gagnrýni á fjárreiður sambandsins verður einungis þögguð niður með því einu að bæta meðferð þess fjár sem það höndlar. Að fjárreiður sambandsins verði með þeim hætti að endurskoðendur þess sjái sér fært að skrifa upp á reikning þess.

Það er að hluta til rétt sem Cameron segir að meiri umræða um þetta mál séu af hinu góða. En meiri umræða ein og sér bætir þó ekki ástandið, en getur hugsanlega orðið til þess að menn fari sér varlegar.

Þöggun hefur aldrei skilað neinu og allra síst betri ímynd. Þessi skoðun Roumpy, sem sagður er forseti leiðtogaráðs ESB, er undarleg. Hann ætti, sem forseti leiðtogaráðs, frekar að beina orðum sínum til þeirra sem höndla fé sambandsins, fé sem sótt er til kjósenda þeirra landa sem standa að ESB. Hann ætti frekar að fara fram á við það fólk að það sýna ráðdeildni í meðferð þessa fjár, í stað þess að krefjast þöggunnar um ósómann!!

Það þarf engann að undra þó ESB stefni nú hraðbyr í upplausn, þegar "æðstu" menn þess hafa hugsanagang af þessum toga.  Önnur vandamál sambandsins verða vart leyst meðan svo er!!

 


mbl.is Gefi betri mynd af Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband