Frekar dapurt minni þingmannsins

Auðvitað vita kjósendur hverju var lofað, alveg eins og þeir vita hverju var lofað fyrir kosningar 2009. Um efndirnar má aftur deila.

Víst er að margur er farinn að ókyrrast vegna lítilla efnda þessarar ríkisstjórnar, eftir nærri þriggja mánaða starf. Ekki verður þó sagt að nein loforð hafi verið svikin, ekki ennþá a.m.k. og ljóst er að margur hefði viljað sjá aðra forgangsröðun.

Katrín ætti að bera það saman við stöðu fyrri ríkisstjórnar, sérstaklega eiginn flokks innan hennar, þegar sú ríkisstjórn hafði setið þrjá mánuði. Ekki var forgangsröðun þeirrar ríkisstjórnar betri og kosningaloforð VG fyrir þær kosningar, sem margir bundu vonir við, flest fokin út í veður og vind. Á þeim tímapungti var búið að sækja um aðild að ESB, í andstöðu við kosningaloforð VG. Búið að skerða kjör aldraðra og öryrkja auk þess sem laun almennings höfðu verið fryst, jafnvel þó VG hefði lofað að standa vörð þessara hópa fyrir kosningar. Og á Alþingi deildu menn um icesave samning Svavars, samning sem SJS hafð sagt áður en hann varð ráðherra, að væru landráð!

Katrín Jakobsdóttir man ekki hverju var lofað fyrir síðustu kosningar, fyrir þrem mánuðum. Það er þá kannski til full mikils ætlast að hún muni eigin loforð og gjörðir fyrir fjórum árum síðan.

 


mbl.is „Enginn veit ennþá hverju var lofað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband