Neðar er vart hægt að komast í aumingjaskap !!

Þann tíma sem þjóðin þurfti að afbera Björn Val sem þingmann, lét hann oft frá sér fara ummæli og aðgerðir sem auðveldega má skilgreina sem landráð. En það er sama hversu langt er teigt, það er með öllu útilokað að túlka orð Vigdísar sem ásökun á opinbera starfsmenn um landráð.

Þó Björn Valur hafi stigið línudans þess að kallast landráðamaður, trekk í trekk sem þingmaður, er það þó ekki hans eina sök. Svik þessa manns við þá sem komu honum á þing voru verri, enda fékk hann á baukinn fyrir þau.

Má í því sambandi t.d. nefna téða IPA styrki. Þingmönnum og ráðherrum VG var uppálagt af flokk sínum að standa gegn viðtöku þessara styrkja. Flokksráð og landsfundir flokksins samþykktu ítrekað á þann veg. Björn Valur kaus að hafa þær samþykktir að engu, eins og reyndar flest annað sem VG stóð fyrir. Þar fylgdi hann formanni sínum sem tryggur hundur.

Nú býtur þessi ólánsmaður hausinn af skömminni með því að verja þessa styrki, sem flokkur hans barðist gegn allt síðasta kjörtímabil. Ætti hann ekki frekar að gleðjast?

Það er með ólíkindum hvað þessi maður getur bullað og alltaf eru fjölmiðlar fljótir til að opinbera fávisku hans. Nú hefur hann tekið upp nýja aðferð og mun heimskulegri, að leggja fólki orð í munn og leggja síðan sín fávitaskrif út frá þeim orðum.

Neðar er vart hægt að komast í aumingjaskapnum!!


mbl.is Segir Vigdísi saka forstöðumenn um landráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá... þú ert svo svakalega vinstrigrænn að þú teljur það að fara gegn flokksráði og landsfundum flokksins sé að stíga línudans þess að kallast landráðamaður.

Krulli (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 12:45

2 identicon

Nei Krulli,

Nú ert þú að leggja Gunnari orð í munn.

Brulli (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 17:00

3 identicon

"Þingmönnum og ráðherrum VG var uppálagt af flokk sínum að standa gegn viðtöku þessara styrkja. Flokksráð og landsfundir flokksins samþykktu ítrekað á þann veg. Björn Valur kaus að hafa þær samþykktir að engu, eins og"...stjórnarskráin krafðist af honum.

Ekki man ég til þess að Björn Valur hafi lofað kjósendum sínum að vera heilalaust verkfæri flokksmaskínunnar frekar en að vinna eftir eigin samvisku. Þannig að ég á erfitt með að sjá í hverju svikin eiga að vera fólgin. Og beinlínis hættuleg sú hugmynd að flokksráð og landsfundir ákveði hvernig þingmenn eigi að kjósa.

Björn Valur á því frekar hrós skilið fyrir að vinna eftir eigin samvisku frekar en að vera leiðitamur hundur annarra. Nokkuð sem er til eftirbreitni og mætti sjást meira af.... Jafnvel þó einhverjir bloggarar fái kast.

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 18:10

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er misjafn skilningur manna á skildum þingmanna við sína kjósendur, Hábeinn.

Vissulega tekur stjórnarskráin skýrt á þessu, samkvæmt henni eru þingmenn engum bundnir nema eigin samvisku. Skýrara getur það vart verið.

Þá vaknar upp sú spurning hvernig skilgreina eigi þá þingmenn sem ekki geta, samvisku sinnar vegna, staðið við samþykktir þess flokks sem þeir eru kosnir fyrir, geta ekki samvisku sinnar vegna flutt mál þess fólks sem kom þeim á þing. Geta ekki samvisku sinnar vegna staðið við þau loforð sem þeir gáfu kjósendum til að fá þeirra atkvæði.

Þeir þingmenn sem samvisku sinnar vegna verða að svíkja sína kjósendur, hljóta þá að hafa komið sér inn fyrir dyr Alþingis á fölskum forsendum. Þeir hljóta að hafa svikið eigin samvisku til að komast þangað inn.

Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og bera ábyrgð gagnvart henni. Mesta ábyrgð bera þeir þó gegn sínum kjósendum. Því verður hver sá sem ætlar sér að þjóna þjóðinni með þessum hætti að fara varlega og velja sér vettvang við hæfi eigin sannfæringu. Til að geta staðið á eigin sannfæringu innan dyra Alþingis verða menn að koma heilt fram gegn kjósendum.

Það gengur ekki upp að lofa einu til að ná atkvæðum kjósenda en haga sér á allt annan veg innan dyra Alþingis og bera við eigin sannfæringu! Slíkt gengur ekki upp. Þetta gerði þó meirihluti þingmanna VG á síðasta kjörtímabili og allir ráðherrar nema einn. 

Þeim þingmönnum og sá ráðherra sem stóðu á sínum loforðum við kjósendur og höfðu þannig hreina samvisku á báðum vígstöðvum, var úthúðað sem villiköttum.

Gunnar Heiðarsson, 13.8.2013 kl. 19:50

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað lofaði Björn Valur ekki kjósendum sínum að vera viljalaust verkfæri flokksmaskínunnar, Hábeinn. Það hefði sennilega ekki gefið mörg atkvæði.

Hann hefði þó betur gert það því þannig hagaði hann sér. Það er kannski ekki hægt að tala um flokksmaskínu hjá örflokk eins og VG, en hann var viljalaust verkfæri fyrrum formanns flokksins og er enn.

Landsfundur VG getur vart kallast flokksmaskína. Þar ætti að vera saman komið þversnið þeirra sem aðhyllast kenningar flokksins. Eða er eðli VG kannski eitthvað annað en annara flokka? Eru ákvarðanir landsfundar VG bara fyrirfram ákveðnar óskir flokksmaskínunnar? Er kannski ekkert líðræði innan þessa flokks?

Spyr sá sem ekki veit!

Gunnar Heiðarsson, 13.8.2013 kl. 19:57

6 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Það var einmitt mjög þarft að nefna þetta atriði að þingmenn eigi aðeins að fylgja eigin samvizku skv. stjórnarskránni. Þetta er oft mjög mikið vandamál því að það gefur einmitt óheiðarlegum þingmönnum fyrirslátt til að svíkja kjósendur sína, svíkja þá sem komu viðkomandi á þing á fölskum forsendum, sbr. títtræddan og nú fyrrverandi einstakling.

Austmann,félagasamtök, 18.8.2013 kl. 22:51

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann þurfti nú ekki að sína forseta vorum dónaskap.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2013 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband