Með skít í eyrum og stýrur í augum

Það fór eins og margan grunaði, að málflutningur stjórnarandstöðu var ágætis skemmtun, þó efnislega hafi hún verið út í hött. Engu líkara en framsögumenn hennar hafi verið með eyrun full af skít og augum blinduð af stýrum.

Kannski má segja að Guðmundur Steingrímsson hafi verið svona næst raunveruleikanum, er hann boðaði skynsama pólitík, svo framarlega sem hans málflutningur væri mest metinn.

Aðrir stjórnarandstöðuþingmenn stóðu vel undir væntingum, málflutningur þeirra með þeim hætti að hellst minnti á gamanleikrit. Ekki tókst neinum þeirra að tala af viti eða gagnrýna málflutning stjórnarliða. Gagnrýnin var svo sem næg, bara um eitthvað allt annað en það sem stjórnarliðar boðuðu.

Um málflutning fulltrúa Samfylkingar þarf ekki að hafa nein orð, hann dæmir sig algerlega sjálfur, svo langt frá raunveruleikanum sem það fólk var.

Þó má segja að vinninginn í þessum farsa hafi fyrrum innanríkisráðherra átt. Það kom skýrt fram að hann er laus úr þeim höftum sem bundið hafa hann síðustu fjögur ár og málflutningur hans skörunglegur. Sorglegt þó að sjá að maðurinn hefur ekki einungis verið heftur síðustu fjögur ár, heldur einna helst að sjá að hann hafi verið í einhverju dái. A.m.k. var ekki að heyra á hans máli að hann hafi verið ráðherra þetta tímabil, talaði eins og þessi fjögur ár hafi aldrei verið til. Ekki var að heyra á fulltrúum VG að þar væri að vænta sáttar á þingi og ljóst að hnefar og fúkyrði eru þeim hugleiknari. Undantekning frá þessu er þó núverandi formaður þessa flokks, en hún er sem eyland innan flokksins á sviði sátta.

Það er vissulega ekki von á mikilli visku eða manndóm frá stjórnarandstöðunni næstu fjögur ár, miðað við þann málflutning sem frá henni kom í kvöld, en ágætis skemmtun gæti samt verið af því að horfa á tilburði þessa fólks í útsendingum frá Alþingi.

Það var annar bragur á málflutningi Pírata. Þar var framtíðin í forgrunni, en sennilega er hvorki þjóð né þing enn tilbúið til að meðtaka þeirra boðskap. Hann er enn flestum framandi. Þar voru eyrun hrein og augin skýr.

 


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband