Flugvöllur allra landsmanna

Það er merkilegt þegar verið er að ræða um flugvöll allra landsmanna, sem staðsettur er í höfuðborg allra landsmanna á landi allra landsmanna, skuli tiltölulega fámennur hópur geta ráðið örlögum hans.

Það er ljóst að stór hluti þeirra sem nýta sér þennan flugvöll búa utan Reykjavíkur. Vellinum er haldið uppi og rekinn fyrir skattfé allra landsmanna. Reykjavík er höfuðborg landsins og því borg allra landsmanna, ekki bara þeirra sem þar búa. Flugvöllurinn er á landi sem er í eigu ríkisins, eigu allra landsmanna.

Hvað réttlætir þá að ákvörðun um framtíð þessa flugvallar skuli að öllu leyti vera í höndum íbúa Reykjavíkur, sem sennilega nýta þennan flugvöll minnst allra landsmanna, a.m.k. hlutfallslega.

Það fylgja því kvaðir að vera höfuðborg lands. Því á að fara fram kosning um framtíð flugvallarins, kosning meðal allra landsmanna.

 


mbl.is Verði farinn eftir tíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Rétt er það, flugvöllurinn er bezt geymdur þar sem hann er, sama hvað byggingaverktaka og fasteignasala klæjar í fingurna að byggja og selja íbúðir með uppsprengdt fermetraverð til efnafólks. Þessi hræðsla Samfylkingarinnar við opin svæði er með ólíkindum. Auk þess ef landfylling úti á miðjum Skerjafirði, Urriðaholt eða Hólmsheiði væri vænlegur kostur, þá væri löngu farið að bjóða út verkið.

Auk þess eins og þú segir, Gunnar, þá á ríkið landið sem völlurinn liggur á og borgarstjórnin á ekkert með að ráðstafa því.

Það sem vekur furðu mína er það, að ætlunin sé að byggja 2 - 3 grunnskóla á svæðinu. Hvað fær Samfylkinguna til að álíta, að barnafjölskyldur, sem flúðu miðborgina á sínum tíma, muni snúa aftur? Því að þær gera það ekki. Miðbæjarskólanum var lokað vegna þess að börnin hurfu út í úthverfin, barnafjölskyldurnar flúðu einmitt háa húsaleigu og þéttingu byggðar og valdi frekar opin svæði fyrir börn sín.

Samfylkingin í borgarstjórn og leigusveinar þeirra, Bezti () flokkurinn, er veruleikafirrt. Flokkarnir geta skipulagt svæðið í það óendanlega, en því verður ekki fylgt eftir fyrr en sátt ríkir meðal allrar þjóðarinnar um flugvöllinn.

Austmann,félagasamtök, 28.5.2013 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband