En þetta fyrirbrigði er jú einkaskuldir !
27.5.2013 | 12:01
Það má kalla þetta fyrirbrigði hvaða nafni sem er, hvort sem menn vilja kalla það snjóhengju, kvika snjóhengju eða hvaða nafni sem menn kjósa að nota.
Mergur málsins er þó að þetta eru skuldir, einkaskuldir. Þ.e. þetta eru skuldir fyrirtækja sem voru í einkaeign, fyrirtækja sem sett voru eftirminnilega á hausinn. Stæðst þeirra auðvitað bankarnir, en fjölmörg önnur fyrirtæki rúlluðu einnig. Öðrum var bjargað með skipulegum og stórfelldum niðurfærslum skulda, allt að 1.000 milljarða!
Það kemur því spánskt fyrir sjónir, þegar Seðlabankastjóri er að ræða um þetta fyrirbrigði sem flestir kalla snjóhengju, að hann vari við því að flytja einkaskuldir á ríkissjóð.
Snjóhengjan, eða hvað menn kjósa að kalla þetta, er jú að fullu einkaskuldir.
Snjóhengja ekki rétta orðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stór hluti af þessu eru inneignir í Íslenskum bönkum. Ekkert öðruvísi en þær krónur sem við geymum í bönkum til lengri eða skemmri tíma. Krónur á venjulegum innlánareikningum sem ekki er hægt að aðgreina frá þínum krónum eða setja um einhver sérlög eða skattleggja sérstaklega vegna þess að reikningarnir eru eins.
Rúnar (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 12:23
Það er hægt að skattleggja útstreymið.
Þessir aðilar eiga kannski krónurnar en þeir eiga ekki gjaldeyrinn okkar sem við verðum að fara varlega með.
Við eigum að stilla þessu upp þannig að kröfuhafar geti haldið öllum sínum eignum á meðan þær eru notaðar í fjárfestingar hér á landi eða að þeir geti farið með þær úr landi og þá verði lagður svona sirka 90% skattur á útstreymið.
Hallgeir Ellýjarson, 27.5.2013 kl. 13:16
Og þá verði lagður svona sirka 90% skattur á öll gjaldeyriskaup. Þegar ekki er auðvelt og oft jafnvel ómögulegt að aðgreina þessa krónueigendur frá öðrum krónueigendum verður skattlagningin að ná til allra sem nota gjaldeyri. Sama hvort það er Jón eða John, BYKO eða Bauhaus.
Rúnar (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 14:22
Eftir sem áður myndast þessi svokallaða snjóhengja vegna skulda einkafyrirtækja sem fóru á hausinn. Það er staðreynd.
Því er uindarlegt að heyra Seðlabankastjóra tala um að ekki megi flytja einkaskuldir yfir á ríkið, þegar hann er að ræða þennan vanda.
Gunnar Heiðarsson, 27.5.2013 kl. 14:33
Stærsti einstaki bitinn er ólöglega Landsbankabréfið sem ber að afskrifa.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2013 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.