Ekki má gleyma síðustu "gjöf" ríkisstjórnarinnar

Loforð og efndir fara ekki alltaf saman, þetta ættu kjósendur að hafa í huga inn í kjörklefanum.

Sú ríkisstjórn sem nú er að fara frá sannar þetta best. Loforðin um varðstöðu við þá sem minnst mega sín voru fljót að falla. Nú, nokkrum dögum fyrir kosningar eru gömlu loforðin, sem voru svikin, dregin upp aftur, á sama tíma og enn frekari álögur eru lagðar á aldraða og öryrkja!

Það þarf kjark, eða öllu heldur bíræfni, til að koma fyrir kjósendur og segjast ætla að laga kjör þeirra sem minnst mega sín, eftir fjögurra ára herför gegn þessu fólki!

Það tók ekki langann tíma fyrir ríkisstjórnina að setja lög sem skerrtu bætur aldraðra og öryrkja, sumarið 2009, ekki frekar en aðrar álögur á landsmenn. Ríkisstjórninni hefur þótt létt verk að gera slíkt og oftast ekki þurft að velta þeim málum fyrir sér. 

Þegar kemur að því að leiðrétta þessi ósköp, hefur annað hljóð komið í skrokk ríkisstjórnarinnar. Þá hefur þurft að stofna nefndir og svo aðrar nefndir, til að flækja málið sem mest og tefja það. Leiðrétting eða afnám skattaálagna hefur reynst þessari ríkisstjórn um megn.

Þó er rétt að minna kjósendur á að skerðing launa þingmanna, sem kom til á sama tíma og skerðing bóta til aldraðra og öryrkja, var leiðrétt fyrir margt löngu síðan. Þá þurfti engar nefndir til að skoða málin. Og ekki nóg með að ríkisstjórnin hafi leiðrétt laun þingmanna, heldur var þeim gefin ýmis hlunnindi, sem aðrir landsmenn hafa ekki, s.s. frí gleraugu, frí heyrnartæki og fleira í þeim dúr. Kannski hefði verið réttara að gefa þeim öllum fríann tíma hjá sérfræðing í mannlegum samskiptum eða sérfræðing um siðferði!

Varðandi leiðréttingu þess ósóma sem ríkisstjórnin setti á aldraða og öryrkja, sumarið 2009 og það órétti sem stjórnvöld beyttu þennan sama hóp þegar farið var að hárdraga bætur vegna kjarasamninga, er margt hægt að segja. Í stuttu máli má þó benda á að ekkert mál ætti að vera að afnema lögin frá 2009, sem fyrsta skref. Þá strax batna kjör þessara hópa. Leiðréttinguna, endurgreiðsluna á því fé sem stjórnvöld þarna sóttu til þeirra sem síst skyldi, má svo afgreiða eitthvað síðar. Með því að spyrða þessi tvö mál saman er einungis verið að tefja hlutina.

Leiðrétting vegna kjarasamninganna ætti ekki að þurfa að ræða. Í þeim kom skýrt fram að aldraðir og öryrkjar ættu að fá sambærilega launahækkun og kjarasamningar hljóðuðu uppá. Það ætti ekki að velkjast fyrir neinum meining slíkrar yfirlýsingar er, sem sett var fram af hálfu stjórnvalda, svo kjarasamningar gætur orðið að veruleika. Að hártoga málið með því að þarna skuli miðað við meðalhækkun kjarasamnings, er lúalegt og þeim til skammar sem slíkt láta frá sér. Auðvitað eiga þessir hópar að fá sömu kjarabót og þeir sem næstir þeim liggja á vinnumarkaði, þeim lægst launuðu.

Á síðustu dögum þingsins lagði ríkisstjórnin fram frumvarp um stór aukna þáttöku sjúklinga í lyfjakaupum. Þetta mun auðvitað bitna mest á öldruðum og öryrkjum, þeim hóp sem minnst hefur milli handa sinna. Þessir hópar ættu að vera lausir við að þurfa að greiða fyrir sín lyf, með öllu.

Ekki einusinni mun þetta leggjast þungt á aldraða og öryrkja, heldur er flækjustigið við þessi lög með þeim ósköpum að ekki verður við unað. Fólk verður að leggja fram stórar upphæðir fyrripart árs og síðan lækkar sú upphæð sem sjúklingar borga, eftir því sem þeir þurfa að leysa út oftar sín lyf.

Það er ljóst að mörgum mun reynast um megna að leysa sinn fyrsta skammt af lyfjum, við hver áramót. Það skyldi þó ekki vera að það sé einmitt hin nýja stefna til lausnar vanda heilbrigðiskerfisins?!

Fólk ætti að hafa þessa nýjustu "gjöf" stjórnvalda í huga og meta út frá því hvort því fólki sé yfirleitt treystandi, þegar það merkir við á kjörseðilinn, þann 27. næstkomandi!!

 


mbl.is ÖBÍ bauð upp á ör-pylsu og kók-lögg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Eitt af fyrstu stórafrekum velferðarstjórnar Jóhönnu og Steingríms var mikið velferðarverk. Laun þingmanna og embættismanna voru lækkuð og jafnframt var lífeyrir skertur til þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og hafa síst möguleika á að auka tekjur sínar og bæta þar með lífsgæði sín, t.d. bara til að lifa af. Þegar fram liðu stundir fannst þeim Jóhönnu og Steingrími kominn tími til að leiðrétta aftur sínar eigin tekjur og laun embættismannaliðsins, og gera það svo vel að hafa leiðréttinguna afturvirka. Jafnframt ákváðu þau Jóhanna og Steingrímur sjálfskipaðir "varðmenn" velferðarinnar að leiðrétta ekki skerðinguna sem þeir minnstu máttu þola. Velferðin fólst nefnilega í þeirra huga í því að halda lífeyrisþegunum við hungurmörkin en tryggja sjálfum sér og sínum líkum nóg af peningum úr sjóðum almennings.

corvus corax, 14.4.2013 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband