Framsókn hefur þó stefnu
10.4.2013 | 17:00
Framsóknarflokkr hefur þó stefnu um skuldavanda heimila, hefur kjark til að tala um þennan vanda og þor til að ráðast gegn honum. Það verður ekki sagt um aðra flokka landsins, a.m.k. þeirra sem hafa einhverja möguleika á að koma manni á þing og allra síst ríkisstjórnarflokkana.
Allt þetta kjörtímabil hafa stjórnvöld staðið gegn allri umræðu um þennan vanda, sem er að keyra þjóðfélagið á kaf. Eina skipti sem stjórnarflokkarnir sýndu einhverja tilburði til að taka þetta mál á dagskrá var eftir að einum þingmanni stjórnarliðsins var sýnt banatilræði með linsoðnu eggi, undir gafli Alþingishúsins. Þá mætti forsætisráðherra titrandi af hræðslu í ræðustól Alþingis og lofaði bót og betrun. En efndirnar voru á annan veg, stofnuð var nefnd um málið og í hana skipaðir fulltrúar fjármálaelítunar, sem yfirtóku nefndina. Eftir nærri fjóra mánuði skilaði svo þessi nefnd af sér tillögum sem samdar voru hjá samtökum banka og fjármálafyrirtækja! Tilögum sem miðuðu að því einu að bankar gætu grætt örlítið meira!!
Nú standa öll spjót á Framsóknarflokk, enda eini alvöru flokkurinn sem þorir að tala um vanda heimila og leggja fram tilögur til bóta. Það er í sjálfu sér allt í lagi að gagnrýna þær tillögur, en það er lágmarkskrafa að þeir sem slíkt gera komi þá með aðrar raunhæfar á móti. Það er auðvelt að vera á móti, en erfiðara að segja hvað skuli koma í staðinn.
Staðreyndin er að þingmenn og frambjóðendur annara flokka, sem eiga raunhæfann möguleika á að koma fólki á þing, eru kjarklausar druslur sem þora ekki gegn fjármálakerfinu. Hugsanlega eru einhverjir sem eru á launum við að verja það kerfi, en flestir eru einfaldlega gungur!
Þeir sem fylgst hafa með framgangi Björns Vals í pólitík sjá hvar hann stendur. Hans hugsun hefur alla tíð fyrst verið hjá sjálfum sér og síðan þeim sem hann telur ráða yfir fjármagni. Almenningur hefur aldrei verið innundir hjá þeim manni. Þetta er að koma honum í koll núna.
Það sér hver maður sem sjá vill að grunnur þjóðfélagsins er fólkið í landinu, heimili landsins. Ef það er látið blæða, blæðir þjóðfélagið. Meðan ekkert er get til lausnar vanda heimila, er ekki hægt að leysa annan vanda sem að okkur steðjar. Það þarf að styrkja grunnin, svo hægt sé að halda áfram að byggja. Að öðrum kosti hrynur allt!!
Þeir sem ekki vilja viðurkenna þetta ættu ekki að vera að bjóða sig fram til að stjórna landinu. Þeir eru einfaldlega óhæfir til þess!!
Ræddu aldrei stefnu Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt.
Benedikt V. Warén, 10.4.2013 kl. 17:21
Það væri nú óskandi að stefna og loforð framsóknar gengi upp. Því miður er það bara ekki svo að ríkissjóður geti sótt 270 milljarða þegjandi og hljóðalaust strax í eigendur föllnu bankanna. Um þetta þarf að semja og það getur tekið mörg ár enn. Ekki furða að baugar Sigmunds stækka nú með hverjum deginum þegar honum er að verða ljóst að dæmið gengur ekki upp. ...Þar fyrir utan ef það tækist að sækja þessa peninga þá er það að sjálfsögðu eðlilegra að þeir færu í að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka eitthvað af þessum 90 milljarða vaxtagreiðslum á ári sem við erum að kjást við, mun gáfulegra en að pissa í alla skó heimilanna í landinu.
Óskar, 10.4.2013 kl. 18:22
Það er rétt hjá þér Óskar, það er óskandi að stefna Framsóknar gangi upp. Enginn annar flokkur hefur kjarkinn og ef þetta gengur ekki upp er út um okkur sem sjálfstæða þjóð.
Það er lítið gagn í að nýta þann pening, sem verður að ná út úr uppgjörinu við hrægammasjóðina, til greiðsu á erlendum lánum, ef ekkert er gert til að rétt hlut grunn þjóðfélagsins, fjölskydna landsins. Þá má allt eins taka þann pening og kveikja í honum, gagnið er eitt og hið sama.
Það hefur aldrei þótt gæfa að byggja hús á ónýtum grunni.
Hitt er annað mál að ef vel tekst til má hugsanlega ná meiru en þarf til leiðréttingar skuldum heimila og að sjálfsögðu má nota þann pening til niðurgreiðslna erlendra lána.
En fyrst verður að styrkja grunnundirstöðu okkar þjóðfélags, fjölskyldurnar. Þegar það hefur tekist er hægt að snúa sér að öðrum málum.
Gunnar Heiðarsson, 10.4.2013 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.