Mikil vonbrigði

Það verður að segjast eins og er að stjórn þeirra Önnu Krístínar og Heiðars Arnars á þættinum "málefnið" á RUV í gærkvöldi, hafi verið frekar dapur.

Það var greinilegt að þau ætluðu að stýra þessum þætti af festu og ekki láta neinn yfir sig ganga. Þátturinnn hófst með látum og strax ljóst að þau tvö ætluðu sér að koma mörgum málefnum í gegn. Til þess ætluðust þau til að þáttakendur svöruðu spurningum helst með jái eða neii. 

En eftir að fyrsti viðmælandinn, Sigmundur Davíð, hafði tekið þau tvö niður og bent á að enginnn geti tekið þátt í stjórnmálaumræðu nema hann fái að rökstyðja sitt mál, var eins og allur vindur væri úr stjórnendunum og restin af þessum þætti var algert moð sem litlu skilaði. Hnoðast var áfram í málefnum sem minna máli skipta og einungis vegna stjórnleysis að þáttakendur gátu örlítið rætt stæðsta mál þessara kosninga. Að öðru leiti skilaði þessi þáttur litlu og var einstaklega leiðinlegur. Þökk sé lélegri stjórnun.

Þá var kynningin  sem á undan þættinum var alger hörmung. Þar fengu hefðbundnir "álitsgjafar" RUV að tjá sig, menn sem hafa verið uppvísir trekk í trekk að fara með ósannindi á þessu kjörtímabili. Álit sumra þessara manna lætur illa í eyrum kjósenda, enda enn í fersku mynni kjósenda fyrri ummæli og störf þessara "álitsgjfa". Jafnvel er til meðal þessara föstu "álitsgjafa" menn sem hafa verið ráðherrar í verktöku á þessu kjörtímabili og eru þekktir af endemum fyrir þau verk sem þeir skiluðu af sér þar.

Það er auðvitað ekkert auðvelt að stjórna stjórnmálaþætti þegar svo mörg framboð eru í boði. Fyrsti þátturinn í þessari þáttaröð RUV tókst þó með ágætum, enda aðrir og betri stjórnendur þar. Til að auðvelda og gera slíka þætti skilvirkari, á auðvitað að takmarka efnið sem rætt er. Jafnvel niður í eitt málefni. Könnun félagsvísindastofnunar á því hvaða málefni kjósendum eru efst í huga í komandi kosningum ætti að hjálp til við val á efni í slíka þætti. Spurnig stjórnanda til frambjóðanda, sem honum er gert að svar með fáum orðum, er óboðlegt. Þetta virkar sem auglýsingaherferð. Samtal milli þáttakenda er vart leyft, en slíkt er jú grunnur stjórnmálaumræðu og gefur þeim sem á hlýða mest. 

Þar sem fjöldu framboða er mikill og auðvitað má ekki mismuna þeim, þurfa svona þættir að miðast að einu málefni og skoðanaskiptum frambjóðenda á þeim. Hlutverk stjórnenda er að sjá til þess að menn haldi sig við málefnið og að allir fái sitt tækifæri til að tjá sig. Þá er engin ástæða til að sóa tímanum sem skammtaður er til einhverrar kynningar sem litast af pólitík. Það er hægt að gera sérstaka þætti um slíkt, ef menn telja þess þurfa.

Kosningabaráttan á að vera milli frambjóðenda. Það eru þeir sem verða í boð í kosningunum, en ekki einhverjir "álitsgjafar" sem sumir búa erlendis og aðrir hafa missta allt traust þjóðarinnar. Við skulum ekki gleyma álitsgjöf margra þessara manna í öðrum málum sem þjóðin hefur þurft að takast á við, á þessu kjörtímabili og hversu sönn og rétt þau álit reyndust!

Það verður að segjast eins og er að þessi kosningaþáttur RUV varð fólki mikil vonbrigði og hætt við að flestir þeirra frambjóðenda sem fram komu í þættinum hafi þótt tíma sínum illa varið.

 


mbl.is Framsókn eykur forskotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1. Ríkissjóður er stöndugur

2. Bara við að sækja um að taka upp evru þá mun ástandið batna

og fólki finnst fjármálaráðherran hafa staðið sig best?

Grímur (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband