ESB hafði sigur, fjármálaelítan hefur tryggt sig

Lífeyrissjóðir þjóðnýttir og viðskiptahöft (hér á landi kallað gjaldeyrishöft). Allt til bjargar ímynduðum auð í formi fjármagns. Mannslífum fórnað!

Það verður að segjast að Kýpur ætlar að velja verstu leiðina sem þeir gátu, ætla að leggjast marflatir undir hæl ESB, eins og Grikjum var gert. Þetta er einungis upphaf eymdar Kýpverja. ESB er rétt búið að ná tökum á hálsi þjóðarinnar, er ekki enn farið að herða að. En það mun verða hert að, verið viss.

Kýpurbúar þurfa einungis að líta norður yfir sundið til að sjá skelfilega framtíð sína!

 

 

Það væri gaman að fá útskýringar íslenskra aðildarsinna á því hvernig þessi staða gat komið upp í ríki sem hefur evru sem lögeyri og á að vera tryggt af Evrópska Seðlabankanum. Hvernig það gat gerst að ríki sem lýtur eftirliti hins alssjándi eftirlitskerfis ESB, færi í þrot. Þá væri fróðlegt að heyra útskýringar þessa fólks á því hvernig á því stendur að ríki innan ESB sem hefur evru sem lögeyri er nú komið með viðskiptahöft (gjaldeyrishöft).

 

 


mbl.is Kýpverjar samþykkja „samstöðusjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað að það má ekki einu sinni segja frá þessu í fréttum, bara fyrst í kvöld!...

aukaatriði (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband