Stofna nýja nefnd ........

Ríkisstjórnin hefur verið dugleg að stofna nefndir á þessu kjörtímabili, samráðssnendir, rannsóknanefndir og bara allskonar nefndir, um öll hugsanleg málefni.

Þetta væri svo sem í lagi ef störf og verk þessara nefnda væru eitthvað metin, ef verk flestra þeirra væri ekki kastað í næstu ruslakörfu og "pólitísk réttsýni ráðherra" notuð í staðinn, eins og Svandís Svavarsdóttir orðaði það svo skemmtilega þegar hún hafði kastað niðurstöðu samráðsnefndar um Rammaáætlun í ruslið.

Nú er svo komið að fjöldi nefnda er orðinn svo mikill að fjármagn fæst ekki lengur til þeirra. Störf tveggja af rannsóknarnefndum Alþingis hafa stöðvast vegna þessa.

Nú mun ríkisstjórnin væntanlega stofna nýja nefnd til að rannsaka hvers vegna ekki fæst fjármagn til allra nefndanna. 

 


mbl.is Vantar fé til rannsókna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband