Af Kögunarhól Þorsteins Pálssonar

Í dag sér Þorsteinn vanda Landsspítalans af sínum Kögunarhól. Hann kemst réttilega að því að vandinn sé ekki leystur þó deilan um laun hjúkrunarfræðinga hafi verið leyst.

Það sem er þó merkilegast við þessa sýn Þorsteins, af sínum Kögunarhól, er að hann sér að vandi spítalans er sjálfstæði þjóðarinnar, gefur í skyn að með inngöngu í ESB muni sá vandi þurkast út. Merkilegt nokk!!

Eins og Þorsteinn bendir réttilega á er íslenska heilbrigðiskerfið ekki samkeppnisfært við löndin í kringum okkur. Tekjur þjóðarbúsins eru einfaldlega ekki nægar. Hvort þær þurfi að aukast um helming svo því marki verði náð, eins og Þorsteinn heldur fram, eða hvort eitthvað minna muni duga, ætla ég ekki að dæma um, en ljóst er að tekjurnar þurfa að aukast. Um það eru allir sammála.

En hvernig ætlar Þorsteinn að rökstyðja það að tekjur þjóðarbúsins muni aukast um helming við aðild að ESB? Miðað við þá stöðu sem ríkir innan sambandsins nú um stundir og engar vísbendingar eru um að séu að lagast, verður vandséð hvar þau rök liggja, enda lætur hann alveg vera að reyna að tilgreina þau.

Sjálfsagt mætti greiða hærri laun til þeirra sem hafa vinnu, þegar fjórðungur vinnubærra manna er látinn sitja heima, en það er skamm góður vermir. Spánn er sennilega skýrasta dæmi þess. Atvinnuleysi getur aldrei verið lausn neins!

Þorsteinn Pálson má auðvitað hafa sína skoðun á öllum málum og opinbera hana í blöðum. Hitt er alvarlegra þegar hann, sem fulltrúi Íslands í aðildarviðræðum við ESB, kemur fram með beinar lygar. Slíkt á ekki að líða og spurning hvort hann fyrirgeri ekki sínum rétti sem talsmaður landsins á erlendri grund með slíku háttarlagi!

Lygar segi ég og á þar við fullyrðingu hans um að Ísland sé þegar aðili að nær allri löggjöf ESB. Þorsteinn veit sennilega manna best að þessi fullyrðing er hrein og klár lygi, en lætur hana fylgja í sínum pistli. Staðreyndin er að Ísland hefur tekið nærri 10% af löggjöf ESB í gegnum EES!! Hafi eitthvað meira verið tekið er það ekki vegna aðildar landsins að EES, heldur aðlögunarviðræðnanna!

Það er oftast gaman að lesa skrif Þorsteins. Sýn hans af sínum Kögunarhól er stundum nokkuð undarleg, jaðrar við að hann sjái þar álfa og tröll. Í það minnsta nær hann nær alltaf að sjá dýrðina í ESB. Ritstíll hans er skemmtilegur og þó maður sé stundum á öndverðum meiði um efnið, er oftast gaman að lesa þessi skrif. 

Það er því miður þegar hann í örvæntingu grípur til lyga til að fylgja trú sinni eftir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband