Hreyfingin ?

Af hvaða grunni var Hreyfingin stofnuð? Fyrir hvað stendur Hreyfingin? Hvert er bakland Hreyfingar?

Hreyfingin er afl á Alþingi sem þangað er komið með svindli og svikum. Það fólk sem að þessu afli standa, voru kosnir á þing sem aðilar að Borgarahreyfingunni. Skömmu eftir kosningar og þetta fólk sem kjósendur höfðu valið í góðri trú sem fulltrúa Borgarahreyfingar, var sest inn á þing, ákváð það allt sem eitt að yfirgefa Borgarahreyfinguna. Einn gekk til liðs við VG, en hinir þrír stofnuðu nýtt afl, Hreyfingu.

Þetta er forsagan, eftirmálin eru lítið skárri. Hreyfingin hefur talað eins og hún sé fulltrúi einhvers á Alþingi. Svo er þó ekki, alls ekki. Þó má segja að baráttumál Hreyfingar eru svipuð og Borgarahreyfingar. Þó virðast áherslurnar vera eitthvað öðruvísi. Meðan Borgarahreyfingin lagði mesta áherslu á vanda almennings í landinu, virðist Hreyfingin leggja mesta áherslu á breytingu stjórnarskrár.

Í þeim tilgangi gerðu þingmenn Hreyfingar samkomulag við ríkisstjórnina. Staðið skyldi vörð um að hún héldi velli gegn því að stjórnarskrárbreytingar fengju framgang á Alþingi. Nú hefur getuleysi og aumingjaskapur ríkisstjórnarinnar orðið til þess að henni tekst ekki að standa við sinn hluta samkomulagsins. Því grípur Hreyfingin til þess að reyna að kúga stjórnvöld með vantraustyfirlýsingu.

Það sem vekur þó kannski mesta undrun þeirra sem sitja hjá og horfa á aðfarir þessa umboðslausa afls á Alþingi er að þegar þetta samkomulag var gert, var ríkisstjórnin búin að sýna og sanna, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að slík samkomulög voru stjórnarherrunum lítils virði.

Þór Saari undrast á því að ríkisstjórnin svari ekki fyrirspurnum eða tillögum sem fyrir hana eru lagðar. Hvar hefur þessi maður haldið sig síðustu fjögur árin?

Það er ljóst fyrir hvað þingmenn Hreyfingar standa. Fólkið í landinu er ekki efst á þeirra lista, heldur að koma hér á nýrri stjórnarskrá. Það er ljóst að ný stjórnarskrá mun ekki hjálpa þeim sem þurfa að sækja sér matargafir, mun ekki hjálpa þeim sem hefur verið kastað út úr húsum sínum. Þetta er þó það fólk sem stóð að stofnun Borgarahreyfingar og kaus þetta fólk á þing!

Þessir þingmenn, sem sitja á Alþingi undir fölsku flaggi, ættu að skammast sín!!

Um vantrausttillöguna er það eitt að segja að henni ber að fagna. Þó hefði verið skemmtilegra fyrir landsmenn ef hún hefði komið til vegna svika ríkisstjórnarinnar við fólkið í landinu, en ekki þröngann hóp úr menntaelítunni. En hversu mikil alvara liggur að baki þessari tillögu? Það er vitað að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta á Alþingi sjálf, en jafn vel vitað að Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson eru hluti þessarar ríkisstjórnar. Með stuðningi þeirra mun ríkisstjórnin verjast falli. Þetta veit Þór Saari og til að tryggja þetta alveg, leggur hann fram vantrausttillögu þegar Róbert er fjarverandi og varamaður hans situr á þingi, sem þingmaður annars stjórnarflokksins.

Það kom kannski best fram í viðtali við Þór, í fréttum RUV í kvöld, hver tilgangur framlagningar vantraustsins er. Hann er ekki að fella ríkisstjórnina, heldur til að gefa henni nokkra daga tækifæri til að koma með nýtt loforð. Tillagan er sem sagt lögð fram sem krafa á ríkisstjórnina, ekki sem vantraust á hana. Þetta eru ekki sérstaklega skemmtileg vinnubrögð, sér í lagi frá þeim sem boðar nýjar starfsaðferðir í störfum Alþingis.

Nema auðvitað að sýn Þórs á nýjum á starfsaðferðum Alþingis séu enn meiri hrossakaup en hingað til.

 


mbl.is Stjórnin svaraði ekki tillögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband