Smæð markaðarins

Við Íslendingar erum einungis rúmlega 300.000 talsins. Þetta er svona eins og lítið hverfi í flestum borgum heims. Það er því spurning hversu marga banka er hægt að reka í landinu, hver hin gullna tala er.

Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er mikið rætt um fæð og stærð bankanna, að skortur sé á samkeppni þeirra í milli. Samkeppni ræðst ekki af fjölda bankanna, heldur hvernig staðið er að eftirliti með þeim. Því er þessi skýrsla kannski dómur á Samkeppniseftirlitið, frekar en bankanna.

Það er ljóst að markaður ræður rekstrargrundvelli. Þegar markaður er lítill hlýtur því fjölgun þjónustfyrirtækja í sama rekstri gera það að verkum að rekstrarumhverfi þeirra þyngist og að geta til hagræðingar dregst saman. Þegar svo ofaná það bætist að vilji er til að losa um hömlur til rekstrar svo fleirum verði gert kleyft að hefja slíkann rekstur, skapast hættan á að fyrirtæki standi ekki undir sér. Þetta er sérstaklega hættulegt þegar um bankastarfsemi er að ræða. Í þjóðfélagi sem telur rúmlega 300.000 manns geta bankar aldrei orðið stórir, jafnvel þó þeim væri fækkað í tvo. Til þess er markaðurinn einfaldlega allt of lítill.

Það er hins vegar sláandi hversu rekstrarkostnaður bankanna hefur hækkað síðustu ár. Þarna er greinileg sjálftaka í gangi, án eftirlits og án afskipta. Sú sjálftaka mun ekkert minnka þó bönkum sé fjölgað.

Það skín í gegn við lestur þessarar skýrslu Samkeppniseftirlitsins, að það telur grundvöll samkeppninnar að sem flest fyrirtæki séu í hverri grein. Að eftirlitið skipti minna máli. Það þarf einungis tvö fyrirtæki til að mynda samkeppni, en meðan eftirlitinu er áfátt, skiptir engu hversu mörg þau eru.

Þessi skýrsla er því áfellisdómur á störf stjórnvalda og Samkeppniseftirlitsins. Stjórnvalda fyrir að búa ekki svo um að samkeppni verði virk og Samkeppniseftirlitsins fyrir að virkja ekki þær lausnir sem það hefur til að halda uppi samkeppni.

 


mbl.is Jafnast á við tvo Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband