Grikkland svo næst ?

Atvinnuvega og nýsköpunarráðherra leggst í víking til að leita nýrra viðskiptasamninga og manna til að koma og fjárfesta á Íslandi. En það er með þetta eins og annað hjá honum, skynsemin virðist vera honum horfin með öllu. Hann valdi Spán í þennan leiðangur.

Á Spáni er atvinnuleysi í hæðstu hæðum, er komið yfir 26% og yfir 50% hjá unga fólkinu. Landið lifir á ölmusu frá ESB, sem hefur tekið þá ákvörðun að halda lífinu í Spánverjum, enda gæti tilvera sambandsins verið í hættu ef það verði ekki gert. En einungis skal þeim hjálpað til að tóra, ekki skal hjálpa þeim að byggja sig upp.

Þarna telur Steingrímur vænlegast að krækja sér í viðskiptasamninga og þarna telur hann helst að leita fjármálamanna til að koma hingað og fjárfesta.

Ætli næsti viðkomustaður hans verði kannski Grikkland?

 


mbl.is Lagði áherslu á þann árangur sem náðst hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"One way ticket..."

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2013 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband