Ný stétt "kvótakónga"?

Það efast enginn um að verslunin hefur komið illa út úr hruninu, annað væri óeðlilegt. Þegar fólk missir tekjur, dregur það saman í verslun. Einfalt.

En að halda því fram að verslunin hafi komið verst út, er full langt gengið. Hvað með verktakastarfsemina, sem hefur nánast lagst af, hvað með byggingaiðnaðinn, sem er ekki svipur hjá sjón? Svona mætti halda lengi áfram. Það eru margar atvinugreinar sem verr fóru út úr hruninu en verslunin, þó þar hafi komið skellur.

En er verslunin svo illa stödd, þrátt fyrir þennan skell? Fyrir örfáum dögum síðan voru fluttar fréttir af því að stækka ætti Kringluna um allt að helming. Liggur kannski vandi verslunarinnar í húsnæðisleysi? 

Það má vissulega segja að hver sé sárastur í eigin kaun. Og þessi ummæli formanns Samtaka verslunar og þjónustu sanna það. En hvað með almenning í landinu, sem hefur þurft að sætta sig við styttri vinnutíma, lægri laun, stökkbreytingu skatta og fordæmalausa hækkun lána. Sumir hafa þó ekki verið svo lánsamir að halda vinnnu og yfir þá gengur bara skattahækkanir og lánahækkanir. Þeir þurfa ekki að reikna út hversu miklu minni vinnu þeir hafa eða hversu mikið laun þeirra hafa lækkað.

Formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir "sanngjörnu rekstrarumhverfi á alþjóðavettvangi". Hvað sem það þýðir. Íslenskur almenningur verslar ekki á alþjóðavettvangi. Í þessum áróðri sínum hefur formaðurinn virkjað valda verslunarmenn og koma þeir nú hver af öðrum með boðskapinn. Opna skal sem mest fyrir innfluttar vörur, helst algjört frjálsræði. Og leiðina að því takmarki þekkja allir, aðild að ESB skal verða, hvað sem það kostar.

Það er annars merkilegt, þegar skoðuð er verðþróun á vörum hér á landi, frá hruni. Þær vörur sem njóta tollverndar eða einhverja hafta, virðast hafa hækkað hlutfallslega minnst, ásamt auðvitað innlendum vörum. Aftur þær vörur sem enga samkeppni hafa frá innlendri framleiðslu og sumar hverjar fluttar inn á lágum eða engum tollum, hafa hækkað mest. Auðvitað eru undantekningar á þesari fullyrðingu, en að mestu leyti er þetta svo. Fjölmörg dæmi er hægt að benda á þar sem innflutt vara hefur hækkað mun meira en sem nemur falli krónunnar. Þar spila kannski auknir skattar inn í, en þeir réttlæta þó ekki öll tilvik.

Það er ljóst að verslunin í landinu mun taka stakkabreytingum ef að aðild að ESB verður. Því fleiri vörur sem detta út af þeim lista sem inniheldur innlenda framleiðslu, því auðveldara verður fyrir verslunina að stjórna sjálf verði þeirra vara. Þetta mun vissulega koma versluninn vel og eigendum hennar, en ekki víst að hagkvæmnin verði almenning jafn góð. Það þarf ekki spámenn til að sjá þetta, það nægir að skoða verðmyndu vara í verslunum landsins í dag. Þá er eins víst að "kvótakóngarnir" missi sinn titil sem mestu "arðræningjarnir". Sá titill gæti hæglega færst í meira mæli yfir til þeirra sem munu dóminera á verslunarmarkaðnum.

 


mbl.is Verslunin komið verst út eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband