Gefa frat í Alþingi og stjórnarskrá

Það hefur ýmislegt misgáfulegt komið frá þessum þrem þingmönnum, sem á þessu kjörtímabili hafa helst afrekað það að hafa að baki sér fleiri flokka en þau sjálf telja.

Að halda því fram að það sé ekki hlutverk Alþingis að gera breytingar á tillögum um breytingu á stjórnarskrá er fullkomin lítilsvirðing við Alþingi og gildandi stjórnarskrá. Í henni er klárt tekið fram að það sé Alþingi sem eigi að standa að breytingum á henni!

Að halda því fram að unnið hafi verið að breytingu stjórnarskrár í tvö og hálft ár, er fjarstæða. Undirbúningurinn var stuttur og afraksturinn eftir því, eins og niðurstaða Hæstaréttar gaf til kynna. Sjálf vinnan við breytingarnar stóð yfir í fjóra mánuði. Mestann hluta þessara tveggja og hálfs árs lá málið kjurt innan ríkisstjórnarinnar og rykféll þar.

Að halda því fram að meirihluti þjóðarinnar hafi ákveðið að tillaga stjórnlagaráðs skyldi verða að nýrri stjórnarskrá sýnir vanþroska þessa hóps. Fyrir það fyrsta hljóðaði spurningin um hvort nota ætti vinnu stjórnlagaráðs til grunndvallar að breytingu stjórnarskrár. Þeirri spurningu svöruðu 64% játandi, en þar sem einungis rétt rúmlega 50% kjörgengra manna mætti á kjörstað er varla hægt að tala um vilja meirihluta þjóðarinnar. Þá var spurt um nokkrar valdar greinar úr þessum tillögum, meðan aðrar og mikilvægari voru látnar liggja í láginni.

Þá vill þessi hópur þingmanna að lögrfæðileg yfirferð á tillögum stjórnlagaráðs verði dregin til baka. Þessir þingmenn vilja sem sagt að stjórnarskráin verði afgreidd frá Alþingi, jafnvel þó hún standist ekki lög og reglur! Það er virðing sem þetta fólk sýnir lögum landsins!

Um það að einhver sérstök krafa hafi komið fram um nýja stjórnarskrá í kjölfar hrunsins er vægast sagt sögufölsun. Sú krafa var sett eftirá af völdum einstaklingum, fámennum hóp. Að breyta leikreglum fyrir handhafa almannavaldsins var aftur farið fram á. En enginn setti samasemmerki milli þess og að endurrita stjórnarskránna, enda hafði fólk um annað að hugsa þá en nýja stjórnarskrá. Enginn hefur enn getað setta hana í neitt hlutverk hrunsins. Þá er fátt ef nokkuð sem snýr að því að handhöfum almannavaldsins sé sýnt eitthvað aðhald í tillögum stjórnlagaráðs. Þvert á móti er forsætisráðherra færð stóraukin völd, nánast einræði!

Um upphaf þess ferlis sem tengist vinnu stjórnlagaráðs, þjóðfundinn, er það eitt að segja að slíkur fundur endurspeglar ekki vilja þeirra sem þangað eru boðaðir, einungis vilja þeirra sem undirbúa fundinn og stjórna honum. Þetta er þekkt ferli til að ná fram erfiðum málum, fyrst og fremst sem vopn gegn þeim sem á móti eru.

Þá má ekki heldur gleyma þeirri staðreynd að tillögur stjórnlagaráðs eru í mörgum tilvikum í algerri andstöðu við þann vilja sem átti að hafa komið fram á þessum svokallaða þjóðfundi.

Þessir þingmenn sem geta kennt sig við fleiri flokka en þau sjálf telja og það á einu kjörtímabili, ættu frekar að reyna að finn sjálf sig. Þau hafa greinilega tapað áttum og vita ekki hvar eða hver þau eru. Það getur tekið á að þurfa að þjóna mörgum herrum og auðvelt að tapa sér þegar sífellt er verið að skipta um flokka.

Það er lítilmannlegt af þingmönnum að lítilsvirða Alþingi og stjórnarskrá.

 


mbl.is Hafna efnisbreytingum á frumvarpi stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband