Forsmán stjórnvalda

Það þarf alveg sérstakann brotavilja til að túlka bókun ríkisstjórnarinnar við kjarasamninga, á þann hátt sem stjórnvöld gera. Í þeirri bókun segir að laun aldaðra og öryrkja eigi að fylgja hækkunum þess kjarasamnings sem þá var skrifað undir.

Laun aldraðra og öryrkja, sem frá ríkinu koma, eru undir lágmarkslaunum. Þann fyrsta febrúar skulu lágmarkslaun hækka í 204 þúsund krónur, eða um allt að 5,7%. Enginn skal þó fá minna en 3,5% hækkun.

Því ætti að liggja ljóst fyrir ölllum þeim sem hugsa rökrétt að þau laun sem ríkið borgar öldruðum og öryrkjum eiga að hækka um allt að 5,7%, jafnvel má túlka bókunina á þann veg að þau ættu að fara í 204 þúsund krónur á mánuði, að lágmarki. Að halda því fram að þau eigi einungis að hækka um 3,5% er svo fjarri öllum raunveruleik að undrun þykir að nokkrum manni skuli detta slíkt í hug, hvað þá nefna það. Að framkvæma slíka fyrru er visvitandi brot kjarasamnings.

Þetta gera stjórnvöld í þeirri vissu að þessir hópar hafa engin vopn, geta ekki farið í verkfall eða lagt niður vinnu. En þetta sýnir kannski best hver hugur stjórnvalda er, hvernig þau meta það fólk sem hefur komið þjóðinni til manns og ætti að vera að njóta ávaxta þess nú, hvernig þau meta þá sem af örorku geta ekki stundað vinnu.

Aldraðir og öryrkjar hafa stuðning þjóðarinnar, þó stjórnvöld ákveði að koma illa fram við þessa hópa og víst er að kjarasamningar munu taka mið af þessari framkomu stjórnvalda við gerð þeirra í framtíðinn.

Og þó aldraðir og öryrkjar geti ekki lagt niður vinnu, farið í verkfall, hefur þetta fólk atkvæðisrétt. Það mun ganga til kosninga eins og aðrir í vor og þar mun það refsa því fólki sem kemur fram við það af slíkri forsmán að tíðindum þykir. 

 


mbl.is Réttmætur lífeyrir skertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband