Skúrkur eða snillingur ?

Það er spurning hvort telja skal þann mann sem tekst að leggja undir sig stórann hluta viðskipakerfis heillar þjóðar, setur það allt á hausinn og kemur því þannig fyrir að engin ábyrgð fellur á hann, skúrk eða snilling.

Það er ljóst að engin fyrirtæki eru án eigenda og engin fyrirtæki eru rekin nema að vilja eigenda. Það er einnig ljóst að eigendur vita nokkurn veginn hvað er að ske í þeirra fyrirtækjum, a.m.k. þegar um ákvarðanir upp á milljarða tugi eru teknar og sérstaklega þegar þær ákvarðanir eru til þess gerðar að forða fyrirtækjum frá hruni. Að geta komið að slíkum ákvörðunum, án þess að bera ábyrgð er varla hægt, en án þess að setja sjálfan sig í fjárhagslega ábyrgð, er siðlaust. En hvort kalla á slíkt fólk skúrka eða snillinga verður hver að svara fyrir sig.

Fyrirtækjaveldi Jóns Ásgeirs fyrir hrun var stórt, risastórt. Ekki bara á íslenskan mælikvarða, heldur einnig alþjóðlegann. Teigði sig langt útfyrir landsteinanna. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki verið í neinni fjárhagábyrgð, ekki í neinu þessara fyrirtækja, hvort sem þau voru á sviði matvöruverslanna, fjölmiðlaútgáfu, bankaþjónustu eða hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. En sem eigandi og oftast stór eigandi með ráðandi stöðu, hlýtur hann að bera ábyrgð á ákvörðunum. Samkvæmt hans skýringu ber hann ekki heldur slíka ábrgð, svona eins og hann telji að fyrirtækin hafi bara stofnað sig og rekið sig sjálf, án aðkomu eigenda þeirra. Hvar er þá öll snillin sem þessir menn státuðu sig af fyrir hrun? Það stóð ekki á þessum mönnum að stæra sig af "kjark" og "áræði" fyrir hrun, stæra sig af því hversu miklir snillingar þeir væru. Nú, þegar allt er hrunið vilja þeir ekki kannast við að hafa tekið eina einustu ákvörðun. Hvar er þá öll snillin?

Það er brjóstumkennanlegt að einu rökin sem færð eru séu óvild stjórnmálamanna í sinn garð. Að það sé stjórnmálamönnum að kenna þegar menn eru færðir fyrir dómara og látnir svara til saka fyrir eitthvað mesta fjárhagshrun sem þjóðin hefur orðið fyrir. Fyrst var skrattinn Davíð Oddson, nú hlýtur hann að vera Jóhanna og Stingrímur.  Þar stingur Jón Ásgeir hnífi í bak barns síns, Samfylkingunni.

Vissulega voru stjórnmálamenn ekki saklausir af því hruni sem hér varð haustið 2008, ekki þó af því að þeir komu þeirri atburðarrás af stað, heldur vegna þess að þeir létu málin ganga of langt, gripu ekki inní fyrr. En það er erfitt við að eiga, þegar þeir menn höfðu ekki einu sinni náð undir sig nánast öllu viðskiptakerfi landsins og voru orðnir stórir hluthafar í bönkum þess, heldur stjórnuðu einnig heilum stjórnmálaflokk. Þegar þessir menn óðu svo í fjármagni, sem þeir áttu ekki, að dómskerfið mátti sín einskis gegn þeim. Það var ekki fyrr en gerðir þeirra sjálfra ollu því að ekki varð lengra haldið, sem spilaborgin hrundi og þá opnaðist ljót ormagryfja.

Skúrku eða snillingur er fyrirsögn þessa bloggs. Það væi þó hægt að velja ljótari orð, sem passa betur yfir þá sem þykjast miklir menn meðan vel gengur, en eru svo bara smámenni sem ekki þora að taka ábyrgð gerða sinna, þegar á móti blæs.

 


mbl.is Jón Ásgeir hafnar ákærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þá ekki síður spurning hvað telja skal þann mann sem heldur, án allra sannana, að einn maður hafi sett viðskiptakerfi heillar þjóðar á hausinn en ómögulegt sé að sanna á hann brot. Eingöngu sé hægt að benda á að eins og þúsundir annarra Íslendinga átti hann minnihluta hlutabréfa í mörgum fyrirtækjum sem voru undir stjórn til þess kosinna manna sem báru alla ábyrgð á rekstri þeirra fyrirtækja. En af því að hann er efnaður, illa liðinn af mörgum og bar mikið á þá hljóti hann að vera sekur um allt sem aflaga hefur farið undanfarinn áratug eða lengur.

Skúrkur eða snillingur er fyrirsögn þessa bloggs og vísar til viðfangsefnis bloggarans sem þó virðist ekki í neinum vafa um hvert svarið er. En það væri einnig hægt að velja ljót orð yfir þá bloggara sem lofsyngja menn meðan vel gengur en eru svo bara smámenni sem kasta fram órökstuddum ásökunum og slúðri þegar á móti blæs.

Bloggheimur er ekki þekktur fyrir að bíða sannanna áður en sakfellt er. Þar þurfa menn ekki að vita neitt til að hafa skoðun. Og þar eru skoðanirnar einu sannanirnar. Lifi Lúkas!

sigkja (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 16:41

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ættir að lesa blogg mitt aftur sigkja. Fyrir það fyrsta tala ég um gerendur í fleirtölu, þó bloggið sé vissulega tengt þeirri frétt að Jón Ásgeir vísi á bug allri ábyrgð. Þá felli ég ekki dóm í þessum skrifum mínum, set einungis fram hvernig þessi mál líta við mér.

Hvort Jón Ásgeir, eða einhverjir aðrir þeirra sem voru í aðalhlutverki hrunsins verði dæmdir af dómstólum mun framtíðin leiða í ljós, en þó efast ég um að svo verði. Eins og kemur fram í mínu bloggi tókst þeim að koma málum svo fyrir að þeir virðast flestir ætla að komast hjá ábyrgð. Um það var ég að fjalla og vísar fyrirsögnin til þeirra hugleiðinga. 

Verið getur að við aumir bloggarar, sem höfum fáa lesendur, séum stór sekir af þeirri ástæðu að við setjum fram okkar skoðanir á málum. Verið getur að okkar sök sé stærri en þeirra sem hér settu allt á hausinn, af einskærri græðgi. 

Dómar munu falla fyrir dómstólum, ekki á bloggsíðum. Og þó þessir menn muni fá væga dóma, jafnvel sýknu, breytir ekki því að þeir voru höfundar og aðalleikarar hrunsins. Hjá þeirri skömm geta þeir ekki komist. 

Þeir sem telja okkur bloggara sekari en hrunhöfundana, verða bara að eiga þá skoðun við sig. 

Að senda fjölmiðlum fréttatikynningu um sakeysi sitt, þegar mönnum er stefnt fyrir dómara, er í sjálfu sér ekki síðri sök en þó einhver riti á sitt blogg að hann telji þann mann sekann. Hvorugur er að fella dóm, einungis að halda fram sinni skoðun. Dómurinn verður felldur í dómsal!

Þú segir að þeir sem lofsyngja menn meðan vel gengur en eru svo bara smámenni sem kasta fram órökstuddum ásökunum og slúðri þegar á móti blæs, megi kalla ýmsum ljótum orðum. Vel má það vera, en ef þú ert með þessu að vísa til mín, ættir þú að benda á einhver skrif mín sem ég lofsyng hrunhöfundana, eða mæri Jón Ásgeir. Að öðrum kosti ertu að vísa í eigin skrif!!

Gunnar Heiðarsson, 17.12.2012 kl. 18:09

3 identicon

"Það er spurning hvort telja skal þann mann sem tekst að leggja undir sig stórann hluta viðskipakerfis heillar þjóðar, setur það allt á hausinn og kemur því þannig fyrir að engin ábyrgð fellur á hann, skúrk eða snilling. "

"Þú ættir að lesa blogg mitt aftur sigkja. Fyrir það fyrsta tala ég um gerendur í fleirtölu, þó bloggið sé vissulega tengt þeirri frétt að Jón Ásgeir vísi á bug allri ábyrgð. Þá felli ég ekki dóm í þessum skrifum mínum, set einungis fram hvernig þessi mál líta við mér"

Jæja...það var og. Og er ekki fyrirsögnin líka í eintölu?

"Að senda fjölmiðlum fréttatikynningu um sakeysi sitt, þegar mönnum er stefnt fyrir dómara, er í sjálfu sér ekki síðri sök en þó einhver riti á sitt blogg að hann telji þann mann sekann. Hvorugur er að fella dóm, einungis að halda fram sinni skoðun. Dómurinn verður felldur í dómsal!"

Samkvæmt Íslenskum lögum er ekkert ólöglegt við það að lýsa yfir sakleysi sínu og það gefur ekki bloggheimi veiðileyfi á viðkomandi. Meinyrði er aftur á móti ólöglegt. Og fólk sem þarf að nota rangfærslur til að rökstyðja sína skoðun á sekt annars er kominn á nokkuð dökkt svæði. Fólki er frjálst að hafa sína skoðun en því er ekki þarmeð frjálst að tjá hana.

Þegar ég segi;"...það væri einnig hægt að velja ljót orð yfir þá bloggara sem lofsyngja menn meðan.." þá er það nægjanlega ljóst orðað til að flestir þurfa ekki undarlega túlkun þína. Minni þitt getur varla verið svo slæmt að þú kannist ekki við þannig bloggara. En taki þeir það til sín sem eiga það.

sigkja (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 20:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"Fólki er frjálst að hafa sína skoðun en því er ekki þar með frjálst að tjá hana."

Þá er ljóst hversu umhugað þér er um málfrelsið, sigkja og skýrir þetta skrif þín að fullu. Fleiri orð þarf ekk um þín skrif. Hugsunin að baki þeirra eru skýr!

Gunnar Heiðarsson, 18.12.2012 kl. 05:39

5 identicon

"..."Fólki er frjálst að hafa sína skoðun en því er ekki þar með frjálst að tjá hana."

Þá er ljóst hversu umhugað þér er um málfrelsið, sigkja og skýrir þetta skrif þín að fullu. Fleiri orð þarf ekk um þín skrif. Hugsunin að baki þeirra eru skýr!"

Þetta er ekki skoðun þetta eru landslög. Tjáningarfrelsinu eru takmörk sett.

sigkja (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 08:55

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Allar þínar athugasemdir við þetta blogg sigkja, eru hártoganir og vart svaraverðar. Ég gerði þau regin mistök að byrja að svara þér. Ekkert sem kemur fram í mínu bloggi stangast á við landslög.

Þú notar þá aðferð, sem svo vinsæl er hjá þeim sem ekki geta röstutt sitt mál, að copera samhengislausann texta úr bloggi mínu og leggur svo út frá því. Það er bloggið í heild sér sem ræður, ekki einhver samhengislaus texti úr því.

Það er greinilegt að þú ert ekki að byrja á þessu, hefur augsjáanlega mikla reynslu af pólitískum refskap. Að ég skyldi fala í þá gryfju að svara þér er sönnun þess.

Einhverra hluta vegna kýst þú að skrifa undir dulnefni, hræðist að opinbera hver þú ert. Þar með eru þín skrif marklaus. Sá sem feur sig bak við skammstöfun eða dulnefni, hefur varla efni á að ásaka þá sem skrifa undir fullu nafni. Sá sem skrifar undir skammstöfun eða dulnefni er kjarklaus!

Slíkir menn er litlir!!

Gunnar Heiðarsson, 18.12.2012 kl. 12:20

7 identicon

Furðulegt að þegar menn eru komnir í rökþrot beinist athyglin að persónu þess sem svaraði og nafnið verður aðalatriði. Þá verður svarið sagt marklaust og gesturinn kallaður huglaus. Liði þér betur í aumri sálinni ef ég hefði sagst heita Jón Jónsson? Þú getur auðveldlega stillt bloggið þitt þannig að lokað sé fyrir þessa ómarktæku hugleysingja sem kæra sig ekkert um símhringingar frá þér, eða öðrum bloggurum, um miðja nótt til að ræða hlutina betur.

sigkja (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 12:48

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú ertu kominn út í ruglið sigkja. Að bera því við að dulnefni sé til að forðast símhringingar um miðja nótt er sú allra vitlausasta sem ég hef heyrt.

Þeir sem þora að standa við það sem þeir segja koma fram undir nafni.

Svo er hægt að slökkva á símanum yfir nóttina, ef mann óttast það tæki!

Vissulega get ég stillt mitt blogg og takmarkað þá sem þangað koma. Þá er ég farinn að stýra því hverjir gera athugasemdir hjá mér. Slík afskiptasemi er enum til góða og endar sjálfsagt með því að einungis jámenn komast að. Það vil ég ekki, ég vil að allir komi hér inn sem vilja, svo framarlega að ekki er um dónaskap eða svívirðingar að ræða.

Það er svo mitt hvort ég svara slíkum athugasemdum. Ég gerði þá regin skissu að svara þinni athugasemd, hefði átt að lesa hana betur áður og átta mig á að hún væri ekki svaraverð. Þegar búið er að svar, er erfiðar  að stoppa. 

Þetta læt ég verða mín síðust orð til þín. Ég mun setja þig í þann hóp í minni mínu, sem ekki skal svarað. Þér er þó velkomið að rita hér athugasemdir eins og þú villt. Skemmtilegra þætti mér þó ef þær væru undir fullu nafni, en það verður þú að eiga við þig. 

Gunnar Heiðarsson, 18.12.2012 kl. 21:03

9 identicon

Ég get vel skilið það að þér þyki það fáránlegt að frá hringingar og annan ófögnuð frá bloggurum eins og ég og fjölskylda mín höfum fengið. Enda erum við ekki að deila við samskonar hóp. Hjá þeim sem ég deili við er þörfin til að tjá skoðanir sínar oftast ekki í réttu hlutfalli við þekkingu, gáfnafar og andlegan stöðugleika.

sigkja (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband