Þetta hlýtur að vera misskilningur

Það getur ekki verið að 300 manns á Akureyri séu í vanda. Steingrímur segir allt sé komið í lag, að Honum hafi tekist að ná þjóðinni upp úr krepunni!

Ef Steingrímur telur sig sterkann með 199 atkvæði að baki sér, ætti hann að óttast næstu kosningar. Þegar 300 manns í einu bæjarfélagi í hans kjördæmi verður að leita á náðir hjálpastofnana, til að geta haldið jólahátíðina, er ljóst að þau 199 atkvæði vega létt.

Staðreyndin er að hér er ekki allt komið í lag. Staðreyndin er að hér býr fólk við fátækt, einkum það sem verður að treysta á velferðarkerfið til að eiga í sig og á. Staðreyndin er að það fólk sem bágast hefur það, er einmitt það fólk sem hlutfallslega mest hefur þurft að láta til samfélagsins vegna hrunsins, það fólk sem hafði þó af minnstu að taka. Staðreyndin er að stjórnvöldum hefur mistekist fullkomlega. Staðreindin er að þeim sem síst skildi hefur verið hengt mest af stjórnvöldum.

En Steingrímur horfir ekki til staðreynda. Hann horfir á talnaleik sinna sérvöldu "sérfræðinga". Honum þykir staða sín sterk, með 199 atkvæði að baki sér!

Steingrímur ætti að skammast sín. Hann ræðst gegn þjóð sinni með skattaálögum og skertum styrkjum til þeirra sem verða að leggja líf sitt við velferðarkerfið, aldraðra, öryrkja og atvinnulausra. Hann ræðst gegn þeim sem varlegast fóru fóru fyrir hrun en veitir tugum milljarða til þeirra sem fóru offari og þeirra sem léku aðalhlutverk í bankahruninu. Hann ræðst gegn þjóð sinni með offorsi og kjafthátt, opinberlega í fjölmiðlum.

Hann ætti að sjá sóma sinn, ef hann á einhvern sóma til, og segja tafarlausrt af sér og koma aldrei aftur nálægt pólitík, aldrei!!

 


mbl.is „Mikil neyð hjá mörgu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:08

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála hverju orði hjá þér Gunnar og þessi blinda Steingríms og Jóhönnu á að sjá stöðuna eins og hún er, er mjög alvaraleg og í raun svo alvaraleg að allir ættu að hafa virkilegar áhyggjur yfir því hver raunveruleg staða okkar Íslendinga er í raun...

Það verður að koma þeim frá tafarlaust svo endurreisnin geti hafist hér á landi sem allra fyrst, og við Íslendingar þurfum að koma okkur saman um hvernig fjármálastefnu við viljum hafa hér fyrir okkur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.12.2012 kl. 15:02

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna talar þú reyndar þvert á staðreyndir. Frá hruni hefur hlutfall lífeyrisþega með tekjur undir fátæktarmörkum lækkað verulega. Þeir sem verst hafa það núna er fólk sem hefur misst vinnuna og þeir sem hafa haft lág laun en höfðu fyrir hrun möguleika á að bæta það upp með yfirvinnu eða aukavinnu sem ekki býðst í dag.

Staðreyndin er sú að hér var hrun og það er orsök þess hversu margir eru í vanda en ekki aðgerðir núverandi stjórnvalda. Þeim hefur þó tekist að dreifa byrgðunnum af hruninu þannig að meðal tekjulægstu hópa þjóðfélagsins hefur kaupmáttarýrnunin verið 9% meðan kaupmáttarrýrnun tekjuhæstu hópanna hefur verið 30%. Það er þar sem áherslur stjórnar jafnaðamanna koma fram og hefðu þær örugglega orðið aðrar hefðu hægri menn verið við stjórn.

Þeir sem halda að hægt hefði verið að komast hjá kaupmáttarrýrnun eftir hrun af þeirri stærðargráðu sem við lentum í eru ekki í jarðsambandi.

Sigurður M Grétarsson, 16.12.2012 kl. 15:13

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka innlit ykkar, stelpur.

Sigurður, það varð hrun, um það efast enginn. En hversu lengi á að nota það sem afsökun?

Ég get verið sammála þér að aðstæður atvinnulausra er slæm, verst er þó hversu margir þurfa að búa við atvinnuleysi. Einnig að láglaunafólk kemur illa út, hefur margt hvert þurft að draga verulega úr vinnu. Þar eru stjórnvöld sek, sek um að tefja fyrir uppbyggingu atvinnu. Fjölda starfa er lofað en síðan staðið í vegi þess að þau geti orðið til. Þetta hafa þau gert með óhóflegri skattheimtu. Verstur er þó sá hringlandaháttur sem hefur verið í stjórnsýslunni. Það byggir enginn upp fyrirtæki í landi þar sem stjórnvöl hræra í löggjöfinni og eru jafnvel með hótanir um þjóðnýtingu. Það þarf meiriháttar kjarkmenn til að gera slíkt!

Að halda því fram að öryrkjar og aldraðir hafi það gott, er útilokað að samþykkja. Ég geri ráð fyrir að þú fylgist með fréttum. Þá ætiir þú að hafa séð nýlegt viðtal við formann öryrkjabandalagið. Hans málflutningur var skýr. Aldraðir hafa þurft að taka á sig skerðingar á lífeyri, vissulega má segja að það sé ekki sök stjórnvalda, en það er sök stjórnvalda að tekjutengja bætur ríkisins til þessa fólks og losna þannig undan sínum skuldbindingum. Með þeirri aðgerð var hoggið nærri öldruðum. 

Fátækramörk hafa ekki verið skilgreind á Íslandi, það næsta sem kemsrt slíkri skilgreiningu er úttekt sem gerð var í hitteðfyrra. Niðurstaða þess var að ekki væri hægt að lifa af minni rauntekjum en 225.000 kr. Hvað þarf miklar tekjur til að sú upphæð náist í vasann? Og hversu margir lífeyrisþega hafa svo háar tekjur? Stjórnvöld tóku þó þá tölu sem sögð var lágmarks rauntekjur til að lifa af í allt að níu mánuði og gerðu hana að heildartekjum. Hugsanlega má segja að með þeirri mælieiningu séu fleiri lífeyrisþegar ofan við markið. En markið er bara ekki rétt hjá stjórnvöldum.

Það er lengi hægt að leika sér með tölur, en staðreyndir svíkja þó ekki. Hvernig þú kemst að því að kaupmáttarrýrnun þeirra tekjulægstu sé einungis 9% veit ég ekki, þegar allir sem lagt sig hafa fram um útreikning á þessu komast að því að hún er yfir 20%. Hitt, skerðing hjá tekjuhæsta hópnum sé 30% getur svo sem verið rétt, ef vissar forsemdur eru notaðar. 

Þá er væntanlega tekinn tekjuhæsti hópurinn fyrir hrun og borinn saman við tekjuhæsta hópinn nú. Það gleymist í þeim samanburði að ofurlaunþegarnir fyrir hrun eru flestir flúnir land og bíða þar eftir að verða dregnir fyrir dómstóla hér. Hinn svokallaði ofurlauna og sjálftökuhópur, fólk sem var með laun sem er ofar skilning hins venjulega manns, laun fyrir hvern mánuð sem voru margfallt hærri en venjulegur launþegi gæti unnið sér inn á allri sinni starfsævi. 

Það er hins vegar staðreynd að mesta launaskriðið nú eftir hrun, er hjá fólki sem er í efri stigum launaskalans, fyrir utan flóttamennina sem bíða dóms. Það er því rangt að segja að þessari ríkisstjórn hafi tekist að jafna hér laun eða að þeim hafi tekist að láta þá sem hæðstu launin hafa bera meiri byrgðar. 

Þó hinir "sérvöldu sérfræðingar" stjórnvalda komi í fréttir og haldi fram bulli, verður það bull ekki að sannleik. Það eru staðreyndir sem segja sannleikann!

Gunnar Heiðarsson, 16.12.2012 kl. 16:30

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfaldlega þvæla að stjórnvöld hafi tafið fyrir atvinnuuppbýggingu. Þegar ríkissjóður tekur við hallarekstri upp á 216 milljarða er ekki komist hjá því að hækka verulega skatta og lækka verulega útgjöld þar með talið til velferðamála.

Núverandi ríkisstjórn tók ekki bara við hallarekstri upp á 216 milljarða heldur líka við ríkissjóði með ekkert lánstraust erlendis. Ef ekki hefði strax verið brugðist hart við til að minnka hallarekstur ríkssjóðs þó það kallaði á sársauklafullar ráðstafanir hefði það leitt til þess að hin mikla lántaka innanlands sem það hefði leitt af sér hefði leitt til mikillar hækkunar vaxta. Þar sem fyrst og fremst vantar meiri fjárfestingar til að minnka hér atvinnuleysi þá hefðu háir vextir verið mun verri fyrir atvinnulífið en háir skattar. Það hefði líka komið illa við verst stöddu heimilin. Það hafa verið sköpuð á annan tug þúsunda starfa síðan núverandi stjórnvöld tóku við og það er ekki hvað síst lækkun vaxta að þakka að það hefur tekist. Það er því fyrst og fremst fyrir skynsamlegar ráðstefanir í ríkisfjármálum með samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn að það hefur tekist að minnka verulega atvinnyleysi hér á landi og það mun meira en ef farin hefði verið sú leið sem stjórnarandstaðan hefur viljað fara.

Það hafa ekki verið neinar hugmyndir uppi um þjóðnýtingu í atvinnulífinu.

 Það er alveg rétt að málflutningur formanns Öryrkjabandalagsins hefur verið skýr og gefið svarta mynd en gallinn er bara sá að hann hefur ekki að öllu leyti verið sannleikanum samkvæmt. Hann hefur til dæmis sagt að öryrkjar hafi fyrstir orðið fyrir kjaraskerðingu eftir hrun þegar staðreyndin er sú að um áramótin 2008/2009 voru lífeyrisbætur hækkaðar um 9,6% og bætur til tekjulausra lífeyrisþega voru þá hækkaðar um 20% á sama tíma og launþegar voru að verða fyrir tekjuskerðingu.

Ég hef ekki haldið því fram að öryrkjar og aldraðir hafi það gott. Ég hef hins vegar haldið því fram og get sýnt fram á það með tölum að þeir hafa það betra en fólk í láglaunastörfum. Svo skulum við ekki gleynma því að flestir lífeyrisþegar hafa tekjur annars staðar frá en frá tryggingastofnun og sumir bara nokkuð góðar tekjur.

Tölurnar um 9% lækkun kaupmáttar tekjulægstu hópanna og 30% lækkun kaupmáttar tekjuhærri hópanna eru úr kjararannsóknum byggðum á skattframtölum. Þetta eru staðreyndir.

Fátæktarmörk eru víst til. Þar er ég að vísa til skilgrteiningar OECD á fátæktarmörkum sem eru 60% af miðgildi launa í landinu.

Þegar þú heldur því fram að einstaklingur geti ekki lifað af minna en 225 þúsund kr. nettó tekjum þá ert þú að rugla saman framfærsluviðmiði, sem þú segir réttilega að er ekki til hér á landi, og neysluviðmiði sem birt hefur verið hjá Velferðaráðuneytinu. Það neysluviðmið er einfaldlega miðgildi neyslu fólks og því er helmingur hópsins undir því og helmingur yfir því. Þessar tölur sýna því neyslu miðtekjuhópa hér á landi með þeim lúksus sem þeir láta eftir sér og er langt frá því að vera einhver skilgreining á lágmarksframfærslu.

Sigurður M Grétarsson, 16.12.2012 kl. 21:56

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki æta ég ð draga úr þeim vanda sem skapaðist hér við bankahrunið, Sigurður. En það er hvernig stjórnvöld hafa spilað síðan sem ég gagnrýni. Það er fátt ef nokkuð sem þau hafa gert til að koma hér hjólum atvinnulífsins í gang, frekar þvælst fyrir. Vextir eru vissulega þáttur í þeirri töf, en skattaálögur og almennur hringlandaháttur stjórnvalda spila þar mest. Það getur enginn gert nein framtíðarplön vegna þess að enginn veit hversu frjór hugsanaháttur stjórnvalda verður í skattlagningu, hversu frjór hugsanaháttur stjórnvalda verður í ýmsum reglugerðum til trafala fyrir atvinnulífið.

Vissulega hefur heyrst krafa um þjóðnýtingu úr stjórnarráðinu. Nægir þar að nefna þegar ráðherrar deildu hart sín í milli um Magma. Ekki fyrsta deilan sem ráðherrar þessarar ríkisstjórnar háðu í fjölmiðlum og sannarlega ekki sú síðasta.

Það er kannski vegna þess að formaður Öryrjabandalagsins er næstur þeim sem þurfa að lifa af slíkum bótum sem hann er svo skýrmæltur. Hann þekkir vandann  frá fyrstu hendi. Leikur með tölur breytir ekki staðreyndum.

En alltaf komum við aftur að vali á mælistikum. Skilgreining OECD á fátækramörkum er gölluð, það sér hver maður. Að nota prósentu af miðgildi launa í hverju landi geengur einfaldlega ekki upp. Með slíkri mælingu er hægt að lækka viðmið fátæktar með því einu að lækka laun í landinu. Þó alþjóðleg samtök vilji notast við slíka mælingu, er ekki þar með sagt að hún sé einhver heilagur sannleikur.

Eins og ég sagði í fyrri athugasemd, þá hefur þetta viðmið aldrei verð skilgreint hér á landi. Það næsta sem kemst því er sú tilraun sem gerð var til að finna út framfærsluviðmið, enda hlýtur sá sem ekki nær að framfæra sér teljast fátækur. Því hefði sú vinna sem þar var lögð fram getað orðið ígildi fátækramarka og er það í raun, þó ekki hafi farið fram opinber viðurkening þess. Það sorglega við þá vinnu var að sú nefnd sem þá vinnu lagði fram talaði þar einungis um nettólaun og kom fram með þrjá mismunandi kosti. Einn sem fjallaði um lágmarksframfærslu til að lifa nokkurnveginn sómasamlegu lífi, annan þar sem viðmiðið var að hægt væri að lifa af þeim launum, svo framarlega að ekkert kæmi uppá og þriðja kostinn þar sem miðað var við að fólk gæti haldið lífi í allt að níu mánuði. Það mátti þó ekki veikjast á þeim tíma, eða slasa sig. Þá var hnjóður á skilum nefndrinnar að tala einungis um nettólaun, það gerði málið örlítið flóknara.

Stjórnvöld völdu auðvitað versta kostinn í þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfar opinberunnar þessarar samantektar, þegar í raun skásti kosturinn var eini rétti.

Ég get fallist á að neysluviðmið er ekki réttur mælistokkur á fátækt, ekki frekar en ákveðin prósenta af miðgildi launa. Eini mælistokkurinn sem hægt er að nota við mælingu fátæktar, er hvað það kostar að lifa í hverju landi. Sá sem ekki á fyrir framfærlu sinni og fjölskyldu sinnar, er sannarlega hægt að skilgreina fátækann.

Gunnar Heiðarsson, 17.12.2012 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband