Einungis 27% fylgi flokksfélaga sinna

Ekki verður sagt að sigur Steingríms hafi verið stór. Einungis 36% nennti að kjósa og í hlut hans féllu einungis sem svarar rétt rúmlega 27% atkvæða þeirra sem voru á kjörskrá. Hann hefur einungis rétt rúmlega fjórðung flokksfélaga að baki sér, í eigin kjördæmi! Það hlýtur að vera erfitt fyrir Steingrím að horfast í augu við það að einungis 199 sálir eru tilbúnar að styðja hann. Í síðustu kosningum voru 28.362 á kjörskrá í kjördæmi hans. Hann er því með tryggan stuðning upp á 0,7%!!

Sigur Bjarkeyar var sannarlega rússneskur. Af þeim 261 sem kusu í prófkjörinu, kusu 277 hana! Því hafa 106% þeirra sem kusu gefið henni sitt atkvæði. Geri aðrir betur! Hún hefur þó einungis 38% stuðning flokksbundinna félagsmanna að baki sér. Staða hennar er þó mun sterkari en Steingríms.

 


mbl.is Steingrímur og Bjarkey sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er vissulega aumt að sjálfur formaðurinn fái aðeins 199 atkvæði af þeim 722 sem áttu kost á að styðja hann.

En stuðningurinn við Bjarkeyju er líklega þannig til kominn að hún hafi fengið a.m.k. 16 atkvæði í fyrsta sætið og öll hin (af þessum 261) í annað sætið.

Sem segir að sumir, af þeim sem tóku þátt í prófkjörinu, hafi  alfarið hafnað formanninum í fyrsta sætið.

Kolbrún Hilmars, 15.12.2012 kl. 15:30

2 identicon

Er mannfýlan að fara í frambop með stuðning 199 sála að baki sér, og þær líklega einhverjir einfeldingar eða glórulaus gamalmenni. Þessi gapuxi og hrokakjaftur er svo að stjórna þjóðfelaginu i umboði Jómóu gömlu.

Nýir skattar og nýjar gjaldtökur að hætti   Hindriða hjálparkokks og skattasmiðs eru svo einu ráðin.

Ekkert framtak, engin sköpun, bara Sovét.

199 aular bak við þennan svikara allra loforða.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 15:34

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ekki er það mikill stuðningur við manninn 199 manns þó svo að 199 manns sé ótrúlega mikið séð þegar hugsað er til vinnuverka hans.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2012 kl. 15:39

4 identicon

Mér finnst nú 199 atkæði bara stór sigur fyrir kall aulann.Það er alveg með ólíkindum hvað hjarðeðlið er ríkjandi hjá þessari þjóð,,,

Alfreð (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 15:44

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það kom fram í fréttum RUV áðan að Bjarkey fékk 77 atkvæði, ekki 277 eins og stóð í frétt mbl. Það er líka líklegri tala en segir að þau tvö sem listann leiða eru með ansi veikt umboð. Nema auðvitað að fylgi flokksins í kjördæmi formannsins sé ekki meira en þetta. Svo lítið getur það verið að þetta teljist bara gott umboð.

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2012 kl. 16:30

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Steingrímur segir í fréttum að þetta sé sterkur listi. Það kemur svo sem ekki á óvart, hann segir líka að við séum komin upp úr kreppunni, hann segir líka að atvinnuleysið sé að hverfa, hann segir líka að launafólk landsins eigi að halda kjafti, hann segir líka .......

Maðurinn er gjörsamlega kominn úr sambandi!!

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2012 kl. 16:42

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta voru líklegri tölur, Gunnar. 

En það breytir ekki því að af þeim 261, eða 36% flokksmanna, sem ómökuðu sig til þess að taka þátt í prófkjörinu voru 62, eða 24%, sem ekki studdu formanninn. 

Baklandið er að bregðast formanninum, eða öfugt.  Því má hann teljast heppinn að krækja í uppbótarsæti - út á höfuðborgarfylgið.

Kolbrún Hilmars, 15.12.2012 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband