Stórir ?

Hér á landi getur aldrei orðið til stór banki, jafnvel þó öll fjármálastarfsem væri sameinuð í einn banka. Hvað þá tveir eða þrír stórir. Til þess er landið einfaldlega of lítið, íbúar of fáir og hagkerfið of lítið.

Hitt er annað mál og rétt hjá Helga, að það er virkilega kominn tími til að skoða hversu marga banka við ætlum að halda hér á landi, hver hægstæðust stærð þeirra er og fjöldi. En stórir verða þeir aldrei.

Hvort lífeyrissjóðir eigi að vera hluti þess bankakerfis er svo annað mál. Það kerfi er sjálft komið af fótum fram. Þar kemur helst til það mikla tap sem þeir urðu fyrir í hruninu, tap sem skapast fyrst og fremst af því að óvarlega var farið með fjármuni sjóðanna, þeir notaðir til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækjum sem mörg voru komin í veruleg vandræði löngu fyrir hrun, en haldið gangandi með svindli og lögbrotum. Oftar en ekki var aðkoma sjóðanna í þessi fyrirtæki til komin vegna beinna hagsmuna stjórnenda sjóðanna. 

Það er því engin ástæða fyrir sjóðina að fara sér óðslega í fjárfestingum og veruleg spurning hvort þeir eigi að tvinna sig við eitthvað óskilgreint eignarhald nýju bankanna. 

Því miður virðist þó sem stjórnir þessara sjóða hafi lítið lært, haustið 2008. Enn er verið að nota fé sjóðsfélaga til kaupa í fyrirtækjum sem hafa vafasama fortíð, fyrirtækjum sem eru á alþjóðlegum samkeppnisgrundvelli. Á þessum alþjóðlega samkeppnisvelli berjast þessi fyrirtæki flest í bökkum og engin ástæða til að ætla að rekstrargrundvöllur þeirra sé betri þó þau teljist íslensk.

Og nú sjá þessir stjórnarmenn lífeyrissjóðanna gull glóa í bönkunum. Þá langar í hlutabréf í þeim. Er ekki rétt að sjá fyrst hver þróun þeirrar starfsemi verður, hvort bankarnir muni lifa af. Vissulega skila þeir miklum bókhaldslegum hagnaði, en sá hagnaður er ekki til kominn vegna góðrar stjórnunar, eða aukinnar hagsældar í landinu. Sá hagnaður er froða, líkt og það fé sem flæddi hér yfir landið árin fyrir hrun. Hagnaður bankanna er einungis til kominn vegna þess að þeim tókst að véla stjórnvöld, tókst að hrifsa til sín öllum þeim afslætti sem veittur var á lánasöfnin sem veidd voru upp úr rústum gömlu bankanna og landað yfir í þá nýju. Enn er ekki séð hvernig það mál endar og verið getur að stórum hluta þess fjár verði bönkum gert að skia til þeirra sem áttu að fá í upphafi, fjölskyldna landsins. Þá er ekki víst að hinn bókhaldslegi gróði verði svo mikill sem nú og hugsanlegt að einhverjir bankar rúlli á hausinn.

Verði hins vegar ekkert gert til þeirrar leiðréttingar munu bankarnir lifa á þessum gerfigróða sínum eitthvað lengur, eða þar til flest allar fjölskyldur hafa gripið til þess neyðarúrræðis að hætta að greiða sín lán, ekki vegna viljaleysis, heldur getuleysis. Þá er víst að allir bankar hrynja, í stað fækkunnar sem hin leiðin myndi leiða af sér. Í öllu falli er ljóst að bankakerfið á eftir að verða fyrir öðru áfalli.

Það er því engin ástæða til að offra meira af því fé sem launafólkið á í lífeyriskerfinu, nógu hefur verið fórnað samt. Nú þegar hefur veruleg skerðing orðið á lífeyri landsmanna, um og yfir 20% hjá sumum sjóðum. Ekki hefur þessi skerðing orðið til vegna þess að sjóðirnir hafi þurft að afskrifa lán til sjóðsfélaga, heldur vegna þess að fé úr sjóðunum var notað til vafasamra hlutabréfakaupa. Og nú vilja þessir ólánsömu menn sem stjórna sjóðunum halda áfram á sömu braut, þó ekki komi til greina að gera neitt sem kemur sjálfum sjóðsfélugum til góða.

Það er ljóst að grípa þarf til einhverra ráða svo komið verði í veg fyrir frekari afglöp þeirra manna sem hafa valið sér stöðu í forsvari sjóðanna. Hvað nákvæmlega er hægt að gera veit ég ekki, en hitt veit ég að eitthvað verður að gera og það strax!


mbl.is Er markaðurinn tilbúinn fyrir bankana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..."svonefndri Bankasýslu ríkisins..." segir HM. Skipaði Steingrímur Sigfússon ekki stjórnarformann þar? Er stjónarformaðurinn þar ekki flokksbundinn sjálfstæðismaður? Eða var skipt um flokk eftir hrun?

Almenningur (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 11:04

2 identicon

Hér er heimasíða þessarar svonefndu Bankasíslu sem á að gæta hagsmuna almúgans:

http://www.bankasysla.is/um-bankasysluna/stjorn

Karl (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 11:15

3 identicon

Þetta var skyndilega tekið af forsíðu mbl.is

Mörlandinn (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband