Skaðinn var skeður
10.12.2012 | 15:59
Hafi staða Milestone og Glitnis verið orðin svo tæp í byrjun febrúar 2008, að grípa þurfti til ólöglegra aðgerða til að halda lífi í þeim örlítið lengur, er ljóst að skaðinn var skeður.
Það er einnig spurning hvort fleiri aðgerðir, í sama tilgangi, hafi verið stundaðar. Hvort fleira sé að finna sem brýtur í bága við lög og var gert til að halda þessum fyrirtækjum gangandi.
Svo er hitt, hvort verið geti að skaðinn hefði orðið minni ef þessi fyrirtæki hefðu einfaldlega verið látin rúlla á þessum tímapunkti, hversu miklum skaða það olli að halda þeim og reyndar fleiri fyrirtækjum, gangandi með svikum og prettum.
Hversu mörgum milljörðum var kastað á glæ við að halda fjármálageiranum gangandi frá vori 2008 og fram á haust? Hversu margir voru plataðir til hlutabréfakaupa í þessum gjaldþrota fyrirtækjum á sama tíma? Hversu margir töpuðu sparifé sínu vegna þess að bankarnir nörruðu fólk til að færa fé sitt af bankabókum í einhverja "örugga" verðbréfasjóði, sem höfðu þann tilgang einan að halda gjaldþrota bönkunum á floti í einhverja örfá mánuði til viðbótar?
Það er léttvæg refsing sem saksóknari fer fram á. Það væri betra að sjá refsiramma í líkingu við það sem tíðkast erlendis, einhverja tugi ára eða jafnvel hundruði! Það hæfði þessum svikurum betur!!
Hefði kippt stoðunum undan kerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.