Gamaldags hugsanaháttur

Forstjóri HB Granda er fastur í fortíðinni og hugsanlega stjórn félagsins einnig, þó það komi ekki fram í fréttinni. Fastur í fortíðinni segi ég vegna þess hugsanaháttar sem greinilega liggur í orðum hans, væntanlega að vilja stjórnar fyrirtækisins.

Þetta fyrirtæki vill frekar slæmt umtal en gott, vill frekar að dregin séu fram í dagsljósið í fréttamiðlum sá hagnaður sem fyrirtækið býr við, dregnar fram í fjölmiðla þær  arðgreiðslur sem fyrirtækið borgar eigendum sínum. Þetta fyrirtæki vill óánægt starfsfólk og þá um leið lélegra starfsfólk en samkeppnisaðilarnir. Þetta fyrirtæki vill frekar borga hina miklu skatta sem á það eru lagðir, er sennilega hæst ánægt með veiðileyfagjaldið, gott ef þeir hefðu ekki viljað hafa það aðeins hærra!

Auðvitað á að semja um hærri laun til starfsfólks í fiskvinnslu og við veiðar, í stað þess að treysta á dutlunga stjórnenda þessara fyrirtækja hverju sinni, hvort þau borga einhverja "bónusa". En við vitum hvernig staðið var að síðustu kjarasamningum. Þar stóð forseti ASÍ fast að baki atvinnurekendum um að ekki skyldi samið eftir getu hvers fyrirtækis, heldur eftir getu þeirra sem verst stóðu. Atvinnurekendur og LÍÚ héldu að þarna væru þeir að auka eiginn sjóð, en sáu ekki fyrir þann leik stjórnvalda að sá gróði yrði bara innheimtur í formi skatta. Forseti ASÍ vissi hins vegar vel hvað hann var að gera, enda fjósamaður í stjórnarráðinu. Hans markmið með þessari endemis vitlausu stefnu var að hjálpa til i því fjósi!

En flest fyrirtæki í sjávarútvegi skammast sín og hafa greitt launauppbætur, allt að 1,5 miljón síðustu fjögur ár. Þau geta gert þetta og auðvitað á þá að festa það í kjarasamninga, svo svona útlifaðir menn eins og þeir sem stjórna HB Granda geti ekki komist hjá að greiða til jafns við aðra í sama rekstri. Svo fyrirtæki eins og HB Grandi komist á þá nýju öld sem aðrir lifa á, komist frá því stigi sem var hér á fyrripart síðustu aldar!

Forstjóri HB Granda lofar þó að staðið skuli við samninga! Það var enginn að tala um að þeir brytu samninga, enda er til ákveðið svar við slíkum gjörning og það veit forstjórinn. Það er því til lítils að afsaka sig með því.

Forstjóri og stjórn HB Granda eiga að skammast sín. Þegar menn haga sér með þessum hætti eru þeir að biðja um harðar deilur í kjarasamningum. Þeir eru að offra uppbyggingu landsins og taka áhættu á að til harðra aðgerða verði gripið, jafn skjótt og það er hægt. Hugsanlega við endurskoðun samninga nú í upphafi næsta árs!

Það er spurning hvort ekki þurfi einhvern mælikvarða á heilbrigða skynsemi þeirra sem taka að sér að stjórna jafn stóru fyrirtæki og HB Grandi er, svo landinu sé ekki stefnt í voða vegna gamaldag hugsanaháttar er byggir á löngu úreltum gildum. 

 


mbl.is Greiða ekki aukajólabónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband