"Gráhærði reynsluboltinn"

Það er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum og svörum þeirra sem voru í baráttu um væntanleg þingsæti Samfylkingar. Það er ljóst að allir töpuðu, en þau reyna að gera gott úr því. Bjartsýni er auðvitað kostur, en raunsæji er þó betra.

Flokkurinn fékk einstaklega slæma útreið í prófkjörinu, einungis 38% þeirra sem rétt höfðu á að kjósa nenntu að nýta sér þann rétt. Það er arfaléleg niðurstaða. Þetta hefur verið skýrt með því að um netkosningu hafi verið að ræða. Hvernig má vera að auðveldari leið til að kjósa valdi minni kosningaþáttöku? Þeir sem ekki nenna að setjast við tölvu sína til að kjósa, munu alls ekki nenna að mæta á kjörstað.

Einn frambjóðandinn, sem er nú utan þings, taldi að kosningin væri traustyfirlýsing á þingflokkinn, væntanlega vegna þess að hún komst inn.

Annar frambjóðandi, sem hafði gefið kost á sér í 1. og 2. sætið en hlaut kosningu í það 4. segist harla ánægð við niðurstöðuna. Hún hafi náð takmarki sínu og fái annað sætið í öðru hvoru kjördæminu!!

Sá frambjóðandi sem næst því var að fella Össur niður um sæti, jafnvel af þingi, taldi sinn stuðning það góðann að nú lægi beinast við að stefna á formannssætið.

Össur sjálfur þakkar sinn stuðning. Að vísu naumann stuðning en stuðning þó. Hann segjist enginn nýgræðingur á þingi og bendir á hár sitt því til sanninda. Þó menn gráni í vöngum, fái jafnvel alhvítt hár, er það ekkert merki um hversu góðir þingmaenn þeir eru, eða hvað þeir hafi mikla reynslu af slíkum störfum. Hvað þá með þá sem eru hárlausir? Hvað má þá Steingrímur segja? Hann hlýtur að slá þá flesta út, nema kannski Tryggva Þór!

Það er þó ljóst að niðurstaða þessa prófkjörs styrkir Árna Pál í slagnum um formann flokksins. Össur mun standa enn fastar gegn því að taka að sér þá stöðu, eftir þá arfaslöku kosningu sem hann fékk. Sigriður Ingibjörg er opin, en ekki víst að hún hafi það til að bera sem þarf gegn Árna Pál. Hann er engu minni refur í pólitík en Össur. Ekki verður séð í augnablikinu að neinn þeirra sem enn hafa komist í gegnum nálarauga Samfylkingar sem kandídatar fyrir næsta þing geti sigrað Árna Pál.

Eitt nafn hefur einstaka sinnum poppað upp í þessari umræðu, Guðbjartur Hannesson. Þar fer ágætis drengur en lélegur þingmaður. Sennilega er hann þó sá eini sem á séns í Árna Pál. Báðir gerðu mjög afdrifarík mistök í embætti ráðherra og því standa þeir mokkuð jafnir þar. Það er þó merkilega lítið, nánast ekkert, fjallað um ólög Árna Páls í fjölmiðlum og hans mistök sem ráðherra, en aftur ekki rætt um Gutta öðru vísi en minnast mistaka hans varðandi launakjör forstjóra Landsspítalans. Það er ljóst að Árni Páll hefur tryggt sér fjölmiðlana.

Það er þó tvennt sem verður að taka inn í myndina þegar rætt er um Gutta sem frambjóðanda til formanns Samfylkingar. Hann hefur ekki gefið sjálfur út að hann sækist eftir því embætti og alls ekkert víst að hann hafi hug til þess. Hitt er að Gutti er sennilega meiri drengur en svo að hann hafi roð í refinn Árna Pál, sérstaklega ef Árni er búinn að tryggja sér fjölmiðlana, sé með Jón Ásgeir og Óðinn Jónsson sem sína bandamenn. 

Ef eitthvað má lesa úr niðurstöðu þessa prófkjörs er það að Samfylkingin mun tapa miklu fylgi í næstu kosningum. Það styrkir trú mína á því sem ég hef áður ritað, að pólitíska leikflétta Össurar byggist á því að láta Árna Pál leiða flokkinn gegnum þá skelfingu og koma síðan sjálfur að loknum kosningum og taka við keflinu sem formaður. Að Össur treysti á afhroð flokksins í þessum kosningum og vegna þess verði hinn nýkjörni formaður látinn taka poka sinn. Þá komi hinn "gráhærði reynslubolti" og taki að sér að "bjarga" flokknum.

 


mbl.is „Gerði ráð fyrir að merja það“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband