Í hvoru fjósinu á gullkálfurinn að vera ?

Það er margt undarlegt við þetta mál. Fyrir það fyrsta virðist þarna verið að gera gerning sem svo algengur var fyrir hrun, þegar viðskipti um fyrirtæki í eigu sama aðila voru svo algeng og svo er hitt að borgarstjóri ætlar ríkinu að fjármagna verkefnið.

Það að Reykjavíkurborg ætli að kaupa Perluna, í raun af sjálfri sér, er nánast gerfigjörningur í anda 2007. Þá var algegnt að slík viðskipti færu fram, stundum vafasöm. Að vísu eru fleiri eigendur að Orkuveitunni en Reykjavíkurborg, en þeir eru smáir og hafa í raun ekkert um þetta mál, né önnur innan Orkuveitunnar, að segja.

Hitt atriðið, að láta svo ríkið borga kostnaðinn við þetta brölt, er undarlegra. Ef það er svo að ríkið er tilbúið að leigja Perluna undir náttúruminjasafn og að sú leiga muni greiða kostnað við kaup og endurbætur á húsinu á 15 árum, væri eðlilegra fyrir Orkuveituna að eiga húsið áfram og ganga að þessum samning við ríkið. Orkuveitan gæti þá fengið hagnað af húsinu mun fyrr, þar sem hún þarf einungis að leggja fé í endurbætur þess.

Gangi Orkuveitan að þessum samning við borgina, er hún í raun að selja frá sér gullkálf, en eins og áður segir, þá er Reykjavíkurborg í raun beggja megin samningsborðsina og aðrir eigendur Orkuveitunnar geta lítið sagt. Því er það bara spurning fyrir borgarstjóra og hans lið hvoru megin þessi gullkálfur er hýstur, hvort hann er hafður í fjósi Reykjavíkurborgar eða Orkuveitunnar.

 


mbl.is Borgarstjóri vill að borgin eignist Perluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband