Heimska eða illvilji ?

Eru þetta þingmenn á Alþingi Íslendinga sem svona tala? Er það virkilega svo að fólk sem kosið er á þing, sé ekki betur gefið en þetta?

Það hefur komið skýrt fram að Ríkisendurskoðun er, eins og nafnið ber með sér, stofnun til að hafa eftirlit með störfum stjórnvalda og fyrirtækja í nafni ríkisins. Endurskoðandi ríkissins. Einkafyrirtæki má hún ekki skoða, það er í valdi lögreglu og síðan saksóknara að ákveða hvort og hvernig að skoðun einkafyrirtækja er staðið.

Birni Val er nokkur vorkun, hann er kommúnisti og í þeirra augum á ekki að vera til einkafyrirtæki. Allur rekstur á að vera á höndum ríkisins og þá undir eftirliti Ríkisendurskoðunnar. Það gæti kannski einhver bent Birni Val á þá staðreynd að þó mikið hafi verið reynt, þá tókst Steingrími ekki þetta ætlunarverk, að hér eru enn nokkur einkafyrirtæki starfandi.

Valgerður hefur aftur enga afsökun, þar ræður annað hvort ríkjum heimska eða illvilji, nema hvortveggja sé.

Það er skelfilegt til þess að vita að svona skert fólk skuli fá að vaða uppi í þjóðfélaginu, skelfilegra þó að þessir tveir þingmenn skarta nafnbót nefndarforrmanns í mikilvægum nefndum þingsins. Er nema von að svo illa sé farið, að trú almennings á Alþingi sé brostin.

 


mbl.is Gáttuð á ríkisendurskoðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er skelfileg staða sem komin er upp á Eir. Það kemur þó ríkisendurskoðun ekkert við, er utan hennar lögsögu.

Það er vonandi að málið verði ransakað af réttum yfirvöldum og að botn fáist í það.

Um skaða þeirra vistmanna sem misst hafa sinn ævisparnað, er önnur saga. Það tap þeirra verður sennilega seint bætt. 

Gunnar Heiðarsson, 7.11.2012 kl. 20:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Valgerður má skammast sín, hún hefur valdið verulegum vonbrigðum með þetta ríkisendurskoðunarmál frá A til Ö.  Þar virðist hún gjörsamlega hafa misst sig í skítadreyfingunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband