Björn Valur gagnrýnir Alþingi

Björn Valur ætlar að kveðja Alþingi með stæl. Hann agnúast út í allt sem þar fer fram og alla sem þar starfa. Þó á hann að teljast með stjórnarliðinu!

Það er ljóst öllum og Birni Val einnig, að hans síðasti vetur á Alþingi fer í hönd. Störf þessa manns hingað til hafa verið með eindæmum, ef störf er hægt að kalla. Hans hellsta verk hefur verið að útvarpa því sem formaður flokks hans hefur ekki hingað til þorað að láta frá sér, síðan hefur það verið eftir viðbrögðum þjóðarinnar hvort formaðurinn hefur staðið að baki Birni Val, fyrir hálpsemina. Sjaldnast hefur þó komið til þess. Eftir næstu kosningar verða leifar VG í stjórnarandstöðu og því ekki lengur þörf fyrir formanninn að hafa slíkan rakka sér við hlið, sem Björn Val, hann má þá missa sig.

Mýmörg mál er hægt að teja, þar sem Björn Valur hefur farið af stað einhverja vitlesu fyrir formann sinn. Síðasta og kannski ljótasta dæmið var þó árás hans á þá stofnun sem á að sýna stjórnkerfinu aðhald. Þar hefur Björn Valur farið offari og er greinilega ekki enn hættur. Enn ræðst hann á Ríkisenduskoðun og enn heldur hann fram að trúnaðarbrestur sé milli hennar og Alþingis. Væri sá trúnaðarbrestur fyrir hendi, ætti Alþingi fyrir löngu að vera búið að afgreiða það mál á réttan hátt, innan sala þess. Það hefur ekki verið gert og ástæðan er einföld, það er ekki fyrir hendi sá trúnaðarbrestur sem Björn Valur talar um.

En það er vissulega fyrir hendi trúnaðarbrestur milli Björns Vals og Ríkisendurskoðunar og kannski það sem verra er, trúnaðarbrestur milli Björns Vals og Alþingis. Hvers vegna sá brestur er væri gaman að vita. Ekki getur Björn Valur lengur skýlt sér á bak við þau skýrsludrög sem hann kom til fréttastofu RUV og ollu hér uppnámi fyrir nokkrum vikum. Það mál hefur verið skýrt og kannski helsti sökudólgur þess, ef Birni Val er umhugað um að finna hann, Alþingi sjálft.

Fyrir það fyrsta hefur verið þrengt að Ríkisendurskoðun, á sama tíma og málum hennar fjölgar. Því er ekki skrítið að einstök mál fari í einskonar óumbeðna bið. Það er svo aftur þeirra sem biðja um skýrslur frá stofnuninni að fylgja málinu eftir. Það var ekki gert. Því er ljóst að Björn Valur getur fengið sökudóg í þessu máli, ef hann vill. Það merkilega er þó að hann sjálfur hefur sagt að hann hafi vitað um drögin á árunu 2009, þegar þau voru tilbúin til umsagnar. Hvers vegna í ósköpunum bað hann ekki um þau þá? Hvers vegna að bíða þangað til nú, þrem árum síðar?

Hvað það er sem veldur þessari bið hjá Birni Val er ekki gott að segja. Þó er ljóst að hann óttast eitthvað frá Ríkisendurskoðun. Það er eitthvað mál sem stofnunin er farin að skoða sem honum eða formanni hans, hugnast ekki. Er stofnunin farin að skoða framgöngu formanns VG í icesave málinu, hvernig að því var staðið og það var afgreitt, er stofnunin farin að skoða verk sama manns þegar tveir af þrem stæðstu bönkum landsins voru færðir vogunarsjóðum á silfurfati, er stofnunin farin að skoða framkvæmd formanns VG í sparisjóðamálinu og alla þá tugi milljarða sem það kostaði skattgreiðendur. Þetta eru einungis þrjú af fjölmörgum málum sem stofnunin ætti að skoða, varðandi embættisverk þess manns.  Tíminn mun væntanlega leiða í ljós hvað það er sem Ríkisendurskoðun er þegar byrjuð að skoða.

Yrði það niðursaðan að stjórnvöldum takist að stýra vinnu Ríkisendurskoðunar með þeim hætti sem Björn Valur stefnir að, mun það verða mikill álitsmissir fyrir Alþingi og má það varla við meiru.

Björn Valur hefur verið duglegur allt þetta kjörtímabil við að halda uppi missætti milli stjórna og stjórnarandstöðu. Hann hefur einskis svifist í árásum á einstaka stjórnarandstöðuþingmenn auk þess sem hann ræðst í ræðu og riti á þá flokka sem eru nú í stjórnarandstöðu. Þetta væri í sjálfu sér ekkert óeðlilegt í "eðlilegu" árferði. En nú, á tímum sem svo mikilvægt er að sameina þjóð og þing, eru þessi vinnubrögð rætin. Nú ætlar þessi þingmaður að nota sína síðustu mánuði á Alþingi til að ráðast gegn samherjum sínum.

Það lýsir vel innræti mannsins.

 


mbl.is Gagnrýnir forseta Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband