Mörður kemur fram með tillögu, sér til hjálpar.
24.10.2012 | 21:22
Það er spurning hvort Mörður hafi hugsað þessa tillögu til enda, eða hvort hann kastar henni fram í von um atkvæði, vitandi að tillagan stenst ekki skoðun. Að hann telji kjósendur svo vitlausa að þeir kjósi hann út á svona bull.
Reyndar er grunnhugsunin ekki svo vitlaus, að fólk fái notið þess fjár sem það greiðir í lífeyrirssjóðs strax, í stað síðar. Sú hugmynd er ekki ný af nálinni og alls ekki eign Marðar.
Hann kemur hins vegar með útfærslu sem ekki stenst. Fyrir það fyrsta setur hann skorður á hverjir geti nýtt sér slíkt úrræði, þegar auðvitað það ætti að ganga jafnt yfir alla, svo fremi að það fé sé greitt á höfuðstól husnæðislána. Ætti auðvitað að vera á valdi hvers og eins að ákveða hvort hann vill nýta sinn lífeyrissparnað til að greiða niður lán af húsnæði sínu, eða nota hann síðar, sem ellilífeyri.
Þær kröfur sem Mörður setur eru auk þess óframkvæmanlegar, þ.e.bundið við þá sem eru í "all erfiðri skuldastöðu". Hvaða mælistokkur segir til um hvenær fólk er í "all erfiðri skuldastöðu"? Hvenær er skuldastaða "all erfið" og hvenær ekki? Þetta er hugmynd sem er gjörsamlega óframkvæmanleg.
Það fer ekki milli mála að þessi tillaga Marðar er fyrst og fremst hugsuð til atkvæðaveiða. Að hún skuli vera sett til skoðunar ríkisstjórnar, allt fram til 1. mars, næsta vor, ber þess merki að Mörður kæri sig ekki um að afgreiða þetta mál á Alþingi. Ef hans vilji væri til þess, hefði hann óskað eftir hraðari afgreiðslu málsins, að þessi hugmynd hans yrði tekin til skoðunnar strax og komið til þingsins til umræðu og afgreiðslu svo fljótt sem verða má.
En það vill Mörður ekki. Þetta er ekki tillaga til hjálpa lánþegum, þetta er tillaga til hjálpar honum sjálfum í komandi prófkjöri Samfylkingar og ef vel gengur þar, til hjálpar honum sjálfum í næstu þingkosningum. Því býður Mörður upp á tillögu sem ekki stenst skoðun og vill ekki að skoðun henar fari fram fyrr en tími hennar fyrir Alþingi er liðinn. Hann kærir sig ekki um að málið verði afgreitt þar.
![]() |
Skuldugir hætti að greiða í lífeyrissjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hægt að orða þetta betur.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 22:27
kannski er það þannig. en mér finst hann ætti að taka dýpra á þessu.
við ættum öll að hætta að borga í þessi glæpa félög
Hjörleifur Harðarson, 24.10.2012 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.