Hroki Þorvaldar Gylfasonar

Hrokinn í Þorvaldi Gylfasyni á sér engin takmörk. Í frétt á vísir.is segir hann að Alþingi eigi ekki að breyta tillögum stjórnlagaráðs, heldur legga þær óbreyttar fram sem frumarp og samþykkja, helst án umræðu. Að vísu gefur hann Alþingi heimild til minniháttar orðalagsbreytinga en hafnar algjörlega efnislegri breytingu. Hann telur sig ofar Alþingi!

Þetta er mikill hroki. Fyrir það fyrsta var ekki verið að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs, heldur hvort þær ætti að nota sem grunn að nýrri stjórnarskrá. Þá var einungis spurt um fimm atriði tillagnanna, af 113 greinum. Einni af þessum fimm var hafnað af þjóðinni, svo óbreyttar geta tillögurnar ekki orðið. Það er spurning hvort fleiri greinar tillagnanna hefðu verið felldar af þjóðinni, ef hún hefði haft tækifæri til. Má t.d. nefna 111. greinina.

Þorvaldur segir ákvæðið um þjóðkirkuna, þetta sem þjóððin var ósammála stjórnlagaráði um, vera minniháttar og þarfnist einfaldrar breytinga tillagnanna.

Fyrsta spurnng skoðnakönnunarinnar var um hvort tillögur stjórnlagaráðs skyldu vera notaðar sem grunnur að nýrri stjórnarskrá. Það kom skýrt fram í umræðum á Alþingi að um væri að ræða tillögur til Alþings, við gerð nýrrar stjórnarskrár, ekki yrði lagt fram frumvarp um þær óbreyttar. Forsætisráðherra tók af öll tvímæli um þetta í þeim umræðum, enda hlutverk Alþingis að semja eða breyta stjórnarskránni.

Ekki var talningu lokið þegar formaður stjórnskipunar- og eftiritsnefndar Alþingis dró þetta til baka og nú hefur forsætisráðherra einnig gengið að bak orða sina og sagt að frumvarp verði lagt fam á næst tveim vikum, frumvarp samhljóða tillögum stjórnlagaráðs. Það er mikill máttur Þorvaldar, að hann einn skuli geta stjónað ríkisstjórninni eftir sínu höfði.

Reyndar er einn smá fyrirvari á málinu öllu, en það er yfirferð lögfræðinga a tillögum ráðsins. Fram hjá henni kemst forsætisráðherra ekki. Sú endurskoðun snýr að lögfæðilegum þætti tilagnanna og mun væntanlega útrýma einhverju eða öllu því orðskrúði sem einkennir þær. En það gæti einnig komið út úr þessari skoðun efnislegar breytingar, að hópnum auðnist að sjá þá annmarka sem sum efnisatriði tillagnanna bera með sér. Hvað gerir Þorvaldur þá?

Grein um málið í Fréttablaðinu í dag, eftir einn af okkar færustu lögfræðingu, Sigurð Líndal, segja allt sem segja þarf. Álit lögfræðingsins er nokkuð langt frá áliti kennarans!!

Hér má sjá grein Sigurðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það þarf svo sannarlega að fara vel yfir þetta..sbr grein Lúðvíks Júlíussonar hér á blogginu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.10.2012 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband