"Hrapaleg mistök"

Þannig er yfirskrift Össurar Skarphéðinssonar í grein í Fréttablaðinu, reyndar bætir hann aftan við þetta "Bjarna".

Í þessari grein fer Össur að vanda í mannin, ekki málefnið. Þannig aðferðafræði er ágæt á opnum framboðsfundum, þegar menn deila sín á milli og var vinsæl á árum áður. Þessi aðferð er þó ekki eins skemmtileg þegar um ritað mál er að ræða.

Það sem þó stingur í stúf í þessari grein Össurar, er að hann telur að sjónarmið Seðlabankans eigi að vega þyngra en vilji almennings. Þetta er vissulega í anda ESB, þar sem lýðræðið hefur þurft að víkja fyrir ákvörðunum manna sem enginn hefur kosið, sjálfskipaðra sérfræðinga sem tekið hafa sér vald sem þeir þó ekki hafa unnið fyrir.

Nú er það svo að fræðimenn hafa mismunadi skoðanir, ekki síst þeir sem titla sig hagfræðinga og vandséð að sú grein geti talist fræðigrein, svo misjafnar hugmyndir sem þeir menn hafa. Því er enginn endanlegur sannleikur fólginn í skýrslu Seðlabankans og víst að auðvelt er að setja saman hóp "fræðinga" sem kæmist að allt annari niðurstöðu. Enda hefur þessi skýrsla bankans fengið sterka gagnrýni, þó ég ætli ekki að hætta mér á þá braut hér.

Það er ljóst að tveir þriðju landsmanna er á móti aðild að ESB. Þetta ætti að nægja til að stöðva ferlið, þ.e. ef mönnum er annt um lýðræðið. Þeir sem efast um gildi skoðanakannana, jafnvel þó þær hafi nú í meir en þrjú ár, allar verið á sömu lund, geta efnt til kosninga um málið meðal þjóðarinnar. Þannig geta þeir afsalað sér því valdi sem þeim var fært við síðustu kosningar, til þeirra sem þeim það vald fólu. Því valdi að fara með málefni þjóðarinnar að vilja þjóðarinnar.

Þegar Össur notar orðin "hrapaleg mistök" er hann að vísa í ummæli Þorsteins Pálsonar um það er Bjarni Benediktsson sagði að að leggja ætti aðildarumsóknina til hliðar. En það má nota þessi orð í víðara samhengi þessa umsóknarferlis.

Það voru hrapaleg mistök að leggja ekki í dóm þjóðarinnar hvort óskað væri tilboðs ESB á aðildarkröfum um aðild Íslands að ESB.

Það voru hrapaleg mistök að nauðga fram meirihluta á Alþingi fyrir því að óska eftir slíku tilboði.

Það voru hrapaleg mistök fyrir VG að svíkja sína kjósendur í þessu máli.

Það voru hrapaleg mistök að ekki skyldi vera svarað af fullri hörku, þegar hugmyndir um refsiaðgerðir gerðu fyrst vart við sig innan ESB, vegna deilna um makrílveiðar okkar. Þess í stað var því máli leift að gerjast og þróast innan sambandsins og nú svo komið að lítið eða ekkert hægt að gera til að stöðva þær aðgerðir, nema auðvitað að leggjast í drulluna fyrir ESB og gefa allar okkar kröfur eftir.

Það eru hrapaleg mistök að aðildarferlið skuli vera látið ganga áfram, þrátt fyrir skýrann meirihluta þjóðarinnar gegn því.

Það verða hrapaleg mistök ef hugmyndir Össurar um að "fræðingar" fá meiri völd í landinu en sjálf þjóðin. Ef lýðræðinu verði kastað fyrir róða og valdið fært embættismönnum, að hætti ESB.

Það eru mörg fleiri hrapalegu mistökin sem gerð hafa verið í tengslum við umsókn okkar að tilboði til aðildar í ESB og því miður er ekki að sjá að þeim hrapalegu mistökum sé lokið.

 


mbl.is Meirihluti á móti í meira en þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband