EF...
15.10.2012 | 14:58
EF álögur stjórnvalda væru látin taka sömu hækkun og verðbólgan í landinu og EF hætt væri að skattleggja skatt, þ.e. virðisaukaskatturinn legðist ekki á þær álögur, heldur einungis innkaupsverð, flutning dreifingu og álagningu olíufélaganna, ætti líterinn að kosta um 235 kr. í dag. EF hins vegar álagning stjórnvalda væri látin taka sömu hækkanir og laun fólks og hætt yrði að skattleggja skatt, væri verðið á hverjum líter nálægt 225 kr. í dag.
Hvers vegna stjórnvöld geta leyft sér að láta prósentu ráða um álagningu sína, er vandséð. Þar á auðvitað að vera föst krónutala sem er endurskoðuð einu sinni á ári, í tengslum við gerð fjárlaga. Það er hins vegar óútskýrt hvernig á því stendur að sá liður sem kallast vörugjald hefur hækkað um 140% á þessum tíma!
Að skattleggja skatt er beinlínis lögbrot, þó það viðgangist víða í okkar þjóðfélagi. Þetta er þó hvergi eins augljóst og veldur hvergi jafn miklum skaða en í skattlagningu eldsneytis. Það er ekki lengur hægt að tala um eldsneyti eða bílaeign sem lúxus, var kannski hægt fram undir miðja síðustu öld. Þá hefur verð eldsneytis víðtæk áhrif á ýmsan kostnað, sér í lagi á landsbyggðinni. Nánast allir vöruflutningar fara fram landleiðina og því bein kostnaðarhækkun á þeim.
Við búum á Íslandi og það kostar að búa í strjálbýlu landi. Það má svo deila um hvort rétt sé að yfirgefa það og flytja þjóðina í þéttbýlara land, þar sem almenningssamgöngur eru á hverju strái og matvælin framleidd í verksmiðjubúum í hæfilegri fjarðlægð frá byggðarkjörnum.
Í þeirri umræðu ætla ég hins vegar ekki að taka þátt.
Bensín hækkað um 80% síðan 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.