Hverjir eru menn og hverjir mýs ?
1.10.2012 | 19:20
Í hrunskýrslunni var einmitt tekið skýrt á þeirri nauðsyn að skilja á milli viðskiptabanka og fjárfestingabanka. Töldu höfundar þeirrar skýrslu að tjón landsins af hruninu hafi orðið meir vegna þessa.
Fyrir liggur að meirihluti þingmanna er fylgjandi slíkum aðskilnaði og þó þingmenn allra flokka utan Sjálfstæðisflokks sé flytjendur tillögu þess efnis, hefur komið fram að sumir þingmenn þess flokks eru henni sammála. Því er ljóst að meirihluti þingmanna er til staðar, hvernig sem þeir svo greiða henni atkvæði þegar hún verður borin upp. Ekki er endilega víst að allir fylgi sinni sannfæringu þá.
Það er nefnilega svo að einn hópur í þjóðfélaginu er þessari breytingu andsnúinn, fjármálaöflin. Og það verður að segjast eins og er að þó margur þingmaðurinn sé kokhraustur þegar mál eru rædd, eru þeir fljótir að leggjast niður fyrir þeim öflum þegar kemur að atkvæðagreiðslu á Alþingi.
Það verður fróðlegt að fylgjast með atkvæðagreiðslu um þessa tillögu og nauðsynlegt að hún verði með nafnakalli. Þá kemur í ljós hverjir eru menn og hverjir mýs!! Hverjir þora að ganga gegn fjármálaöflunum og hverjir leggjast í drulluna fyrir þau. Þessi atkvæðagreiðsla er sérstaklega góð núna þegar kosningabaráttan er að hefjast.
Á ekki heima saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.